Á ég að klaga vinkonu mína?

Íslensk kona veltir fyrir sér hvort hún eigi að klaga ...
Íslensk kona veltir fyrir sér hvort hún eigi að klaga vinkonu sína eða ekki. mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hann spurningu frá íslenskri konu sem klagaði vinkonu sína sem hélt við gifta menn. Nú veit hún ekki alveg hvert næsta skref er. 

Sæll Valdimar

ég á vinkonu sem er rúmlega þrítug. Hún á börn með unnusta sínum en hún átti eitt barn fyrir sambandi.

Fyrir um það bil 7-8 árum síðan þá vorum við báðar einhleypar og eðlilega aðeins að spá í strákum, en hún var í því að stunda það að sofa hjá giftum mönnum. Henni fannst það spennandi og montaði sig af fjöldanum og að hún hefði þetta vald, til að verða valin framyfir eiginkonuna.

Á vissum tíma þá var hún að hitta tvo gifta menn á sama tíma. Mér blöskraði svo að ég sendi eiginkonu annars þeirra nafnlaust sms og lét hana vita af ástandinu. Þau eru reyndar enn gift í dag. Frétti að þau hefði farið í nokkurra ára hjónabandsráðgjöf en er enn með samviskubit yfir að hafa ekkert sagt hinni konunni. Finnst eins og mér beri skylda til þess en samt vil ég ekki eyðileggja fjölskylduna þeirra. Þau virðast hamingjusöm og eiga nokkur börn.

Vinkona mín og ég höfum fjarlægst undanfarin ár. Það er metingur hjá okkur og ég held að þessi vitneskja sem ég hafi um hennar fortíð stuði hana.

Hin konan sem ég sendi sms áttaði sig einhvern vegin á því hver ég væri og hafði samband við mig. Við töluðum aðeins saman og erum enn í sambandi af og til. Við erum ekki vinkonur á Facebook eða neitt þannig en hún þakkaði mér fyrir að láta sig vita.

Þannig að ég er að fela þetta fyrir vinkonu minni líka.

Hvað á ég að gera? Á ég að láta hina eiginkonuna líka vita? Jafnvel þótt það séu mörg ár liðin? Og nei, vinkona mín sér ekkert rangt við það sem hún gerði. Hún réttlætir það að hún hafi verið einhleyp og mátt gera það sem hún vildi. Mér finnst ekki ólíklegt að hún muni halda framhjá núverandi maka miðað við hennar siðferðiskennd, eða skort á.

Þigg öll ráð. Vinkona í vanda.

 

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn „vinkona í vanda“ og takk fyrir þessa áhugaverðu og jafnframt krefjandi spurningu.

Framhjáhöld eru aldrei réttlætanleg og óskandi væri að þau ættu sér ekki stað í neinum tilvikum. Raunveruleikinn er engu að síður sá að þau eiga sér stað. Til eru rannsóknir sem sýna að um 20% karlmanna haldi framhjá einhvern tímann á lífsleiðinni en hlutfall kvenna er lægra. Konur nálgast þó karlana ef með eru tekin svokölluð tilfinningaleg framhjáhöld þar sem náin samskipti eru án þess að kynlíf eigi sér stað. Eins eru tilgátur um að á bilinu 20-50% skilnaða hafi með framhjáhöld að gera. Þetta þýðir að fjöldi fólks kynnist þessari sársaukafullu reynslu í tengslum við parasambönd.

Þeir sem eru þolendur framhjáhalda verða oftast fyrir gríðarlegu áfalli þegar slík mál koma í ljós og margir bera sársaukann lífið á enda. Þetta hefur áhrif á sjálfsmynd fólks og leiðir eðlilega til þess að fólki gengur verr að treysta öðrum. Það er því mikill ábyrgðarhlutur að valda sársaukanum sem framhjáhald getur haft í för með sér og eflaust margir sem átta sig ekki á hve alvarlegar afleiðingarnar geta verið.

Ég vil byrja á því að hrósa þér fyrir að hafa skýra sýn á gildi þín hvað þessi mál varða. Það er jákvætt að þér sé ekki sama og að þú teljir það rangt að taka þátt í óheiðarleika af þessu tagi. Ég skil það einnig að það hafi haft áhrif á samband þitt við vinkonu þína að þið lítið þessi mál ólíkum augum. Það mætti jafnvel spyrja hvort það sé gott að vera náinn vinur þeirra sem ástunda hluti sem maður telur algjörlega á skjön við gildi sín og lífssýn. Það getur einmitt leitt til misklíðar og óheiðarlegra samskipta eins og þú ert nú þegar farin að upplifa.

Hvort að þú eigir að hafa samband við þessa konu sem þú talar um er það sem gerir spurninguna krefjandi. Það koma upp fleiri en eitt sjónarmið þegar þessi mál eru skoðuð. Eitt sjónarmið er að sumir myndu segja „Já auðvitað áttu að hafa samband, ég myndi vilja vita það ef makinn minn væri að halda framhjá mér“! Þetta er skiljanlegt sjónarmið og nokkuð góð rök.

Önnur rök snúa meira að þér sjálfri og hvað er rétt fyrir þig. Einhver myndi jafnvel segja „Kemur þér þetta eitthvað við?“ Það er ekki gott að þér líði illa yfir hlutum sem áttu sér stað fyrir 7-8 árum og snertu þitt líf ekki á beinan hátt. Þú segir að vinkona þín hafi stundað það að halda við gifta menn og gortað sig af fjöldanum. Eru þá ekki fjöldi annarra kvenna sem þú hefur ekki haft samband við? Hvar ætlar þú að draga línuna? Það er gott að skoða sig sjálfan og hvort maður er farinn að taka inn á sig eitthvað sem í raun varðar mann lítið sem ekkert. Stundum er mikilvægt að „sleppa tökunum“ og treysta lífinu fyrir því að fara sína leið. Það er ómögulegt að segja hverjar aðstæður eru hjá öðru fólki og hvaða verkefni það er að takast á við í lífinu. Hvort að þessir einstaklingar hafi rætt þessi mál á einhverjum tímapunkti og tekist á við þau er erfitt að segja og kemur þeim einum við. Að sama skapi er síðasta hugleiðingin í spurningunni eitthvað sem þú getur skoðað út frá aðkomu þinni og hve mikla orku þú velur að nota í að hugsa þessi mál. Að vinkona þín muni örugglega halda framhjá maka sínum, vegna skorts á siðferðiskennd, eins og þú orðar það, er væntanlega eitthvað sem tilgangslaust er að hugleiða fyrirfram og verður þá þeirra verkefni að leysa ef það á sér stað.

Vonandi hjálpar þetta þér eitthvað við ákvarðanatöku.

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

Meghan glitraði fyrir allan peninginn

11:37 Meghan hertogaynja geislaði í London í gær þegar hún og Harry Bretaprins mættu í sínu allra fínasta pússi á góðgerðarkvöld í leikhúsi. Meira »

Er þetta raunveruleg ást?

09:53 Munurinn á heilbrigðu sambandi versus óheilbrigðu sambandi er að sögn höfunda sá að í heilbrigðu sambandi sé reiði og óvinátta fjarverandi en vinátta og samstaða hinsvegar til staðar í ríkum mæli, en í óheilbrigðu sambandi er eilíf valdabarátta og næring fengin út úr ófriði en ekki friði og kærleika. Meira »

Kaupandi perlu Marie Antoinette setti heimsmet

06:00 Skart sem áður var í eigu Marie Antoinette var selt fyrir metupphæð. Seldist hengiskraut hennar á vel yfir fjóra milljarða.   Meira »

Kidman mætti í pallíettujólakjól

Í gær, 22:00 Stjörnurnar hituðu upp fyrir Óskarinn um helgina og hefðu kjólarnir sómað sér vel í næsta mánuði í jóla-og áramótaveislum.   Meira »

Kristborg og Kolbrún gera skilnaðarþætti

Í gær, 18:00 Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir vinna nú að sjónvarpsþáttunum um skilnaði fólks.   Meira »

Lykillinn að 52 ára löngu hjónabandinu

Í gær, 15:00 Dolly Parton veit hvað er nauðsynlegt þegar kemur að góðu hjónabandi enda búinn að vera gift í rúmlega 52 ár.   Meira »

Frumsýningarveisla í Borgarleikhúsinu

í gær Frumsýningargestir á Dísablóti Íslenska dansflokksins létu ekki rigninguna um helgina á sig fá og mættu spariklæddir í Borgarleikhúsið á laugardaginn. Dansflokkurinn frumsýndi tvö ný verk eftir íslensku danshöfundana Steinunni Ketilsdóttur og Ernu Ómarsdóttur. Meira »

Fullt út úr dyrum hjá Jóhönnu Vigdísi

í gær Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Hvað er í matinn?, á Bergsson á föstudaginn.   Meira »

sFólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

í gær Íslendingar vilja fallega hluti sem endast og geta verið til prýði á heimilinu í mörg ár og áratugi  Meira »

Jakkinn hennar Díönu kominn í móð

í fyrradag Díana prinsessa klæddist gráum jakka úr ullarefni með svörtum efri kraga þegar hún mætti til að sinna góðgerðarmálum árið 1984. Jakkinn var tvíhnepptur og undir honum var hún í hvítri skyrtu og með svarta slaufu. Meira »

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

í fyrradag Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

í fyrradag Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

18.11. Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

18.11. „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

18.11. Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

17.11. Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

17.11. „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

17.11. Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

17.11. Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

17.11. „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

17.11. Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »