Á ég að klaga vinkonu mína?

Íslensk kona veltir fyrir sér hvort hún eigi að klaga ...
Íslensk kona veltir fyrir sér hvort hún eigi að klaga vinkonu sína eða ekki. mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hann spurningu frá íslenskri konu sem klagaði vinkonu sína sem hélt við gifta menn. Nú veit hún ekki alveg hvert næsta skref er. 

Sæll Valdimar

ég á vinkonu sem er rúmlega þrítug. Hún á börn með unnusta sínum en hún átti eitt barn fyrir sambandi.

Fyrir um það bil 7-8 árum síðan þá vorum við báðar einhleypar og eðlilega aðeins að spá í strákum, en hún var í því að stunda það að sofa hjá giftum mönnum. Henni fannst það spennandi og montaði sig af fjöldanum og að hún hefði þetta vald, til að verða valin framyfir eiginkonuna.

Á vissum tíma þá var hún að hitta tvo gifta menn á sama tíma. Mér blöskraði svo að ég sendi eiginkonu annars þeirra nafnlaust sms og lét hana vita af ástandinu. Þau eru reyndar enn gift í dag. Frétti að þau hefði farið í nokkurra ára hjónabandsráðgjöf en er enn með samviskubit yfir að hafa ekkert sagt hinni konunni. Finnst eins og mér beri skylda til þess en samt vil ég ekki eyðileggja fjölskylduna þeirra. Þau virðast hamingjusöm og eiga nokkur börn.

Vinkona mín og ég höfum fjarlægst undanfarin ár. Það er metingur hjá okkur og ég held að þessi vitneskja sem ég hafi um hennar fortíð stuði hana.

Hin konan sem ég sendi sms áttaði sig einhvern vegin á því hver ég væri og hafði samband við mig. Við töluðum aðeins saman og erum enn í sambandi af og til. Við erum ekki vinkonur á Facebook eða neitt þannig en hún þakkaði mér fyrir að láta sig vita.

Þannig að ég er að fela þetta fyrir vinkonu minni líka.

Hvað á ég að gera? Á ég að láta hina eiginkonuna líka vita? Jafnvel þótt það séu mörg ár liðin? Og nei, vinkona mín sér ekkert rangt við það sem hún gerði. Hún réttlætir það að hún hafi verið einhleyp og mátt gera það sem hún vildi. Mér finnst ekki ólíklegt að hún muni halda framhjá núverandi maka miðað við hennar siðferðiskennd, eða skort á.

Þigg öll ráð. Vinkona í vanda.

 

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn „vinkona í vanda“ og takk fyrir þessa áhugaverðu og jafnframt krefjandi spurningu.

Framhjáhöld eru aldrei réttlætanleg og óskandi væri að þau ættu sér ekki stað í neinum tilvikum. Raunveruleikinn er engu að síður sá að þau eiga sér stað. Til eru rannsóknir sem sýna að um 20% karlmanna haldi framhjá einhvern tímann á lífsleiðinni en hlutfall kvenna er lægra. Konur nálgast þó karlana ef með eru tekin svokölluð tilfinningaleg framhjáhöld þar sem náin samskipti eru án þess að kynlíf eigi sér stað. Eins eru tilgátur um að á bilinu 20-50% skilnaða hafi með framhjáhöld að gera. Þetta þýðir að fjöldi fólks kynnist þessari sársaukafullu reynslu í tengslum við parasambönd.

Þeir sem eru þolendur framhjáhalda verða oftast fyrir gríðarlegu áfalli þegar slík mál koma í ljós og margir bera sársaukann lífið á enda. Þetta hefur áhrif á sjálfsmynd fólks og leiðir eðlilega til þess að fólki gengur verr að treysta öðrum. Það er því mikill ábyrgðarhlutur að valda sársaukanum sem framhjáhald getur haft í för með sér og eflaust margir sem átta sig ekki á hve alvarlegar afleiðingarnar geta verið.

Ég vil byrja á því að hrósa þér fyrir að hafa skýra sýn á gildi þín hvað þessi mál varða. Það er jákvætt að þér sé ekki sama og að þú teljir það rangt að taka þátt í óheiðarleika af þessu tagi. Ég skil það einnig að það hafi haft áhrif á samband þitt við vinkonu þína að þið lítið þessi mál ólíkum augum. Það mætti jafnvel spyrja hvort það sé gott að vera náinn vinur þeirra sem ástunda hluti sem maður telur algjörlega á skjön við gildi sín og lífssýn. Það getur einmitt leitt til misklíðar og óheiðarlegra samskipta eins og þú ert nú þegar farin að upplifa.

Hvort að þú eigir að hafa samband við þessa konu sem þú talar um er það sem gerir spurninguna krefjandi. Það koma upp fleiri en eitt sjónarmið þegar þessi mál eru skoðuð. Eitt sjónarmið er að sumir myndu segja „Já auðvitað áttu að hafa samband, ég myndi vilja vita það ef makinn minn væri að halda framhjá mér“! Þetta er skiljanlegt sjónarmið og nokkuð góð rök.

Önnur rök snúa meira að þér sjálfri og hvað er rétt fyrir þig. Einhver myndi jafnvel segja „Kemur þér þetta eitthvað við?“ Það er ekki gott að þér líði illa yfir hlutum sem áttu sér stað fyrir 7-8 árum og snertu þitt líf ekki á beinan hátt. Þú segir að vinkona þín hafi stundað það að halda við gifta menn og gortað sig af fjöldanum. Eru þá ekki fjöldi annarra kvenna sem þú hefur ekki haft samband við? Hvar ætlar þú að draga línuna? Það er gott að skoða sig sjálfan og hvort maður er farinn að taka inn á sig eitthvað sem í raun varðar mann lítið sem ekkert. Stundum er mikilvægt að „sleppa tökunum“ og treysta lífinu fyrir því að fara sína leið. Það er ómögulegt að segja hverjar aðstæður eru hjá öðru fólki og hvaða verkefni það er að takast á við í lífinu. Hvort að þessir einstaklingar hafi rætt þessi mál á einhverjum tímapunkti og tekist á við þau er erfitt að segja og kemur þeim einum við. Að sama skapi er síðasta hugleiðingin í spurningunni eitthvað sem þú getur skoðað út frá aðkomu þinni og hve mikla orku þú velur að nota í að hugsa þessi mál. Að vinkona þín muni örugglega halda framhjá maka sínum, vegna skorts á siðferðiskennd, eins og þú orðar það, er væntanlega eitthvað sem tilgangslaust er að hugleiða fyrirfram og verður þá þeirra verkefni að leysa ef það á sér stað.

Vonandi hjálpar þetta þér eitthvað við ákvarðanatöku.

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

Formaðurinn lét sérsauma á sig kjól

16:36 Guðrún Hafsteinsdóttir fékk Selmu Ragnarsdóttur til að sérsauma á sig kjól fyrir árshóf SI í Hörpu. Voru þær strax sammála um að hafa kjólinn ekki svartan. Meira »

Endurbættri útgáfu af hrukkubana fagnað

13:58 Dr. Björn Örvar, einn af stofendum Bioeffect, kynnti nýja tvennu fyrir fáum útvöldum í gær. Um er að ræða Bioeffect EGF+ 2A Daily duo sem eru húðdropar sem vinna saman. Meira »

Er bótox hættulegt?

10:30 Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún tveimur spurningum um fínar línur og bótox. Meira »

„Fyrrverandi vill hafa mig sem vin“

05:00 Svo er önnur spurning: Þessi vinasvæði, er sanngjarnt eftir að hlutum hefur verið startað með rómantík að setja svo upp vinasamband til að velja úr öðrum hlutum? Að ég sitji svo einn heima á kvöldin og horfi á Netflix, þegar okkar stundum er lokið og hún að njóta þess sem ekki síst á að vera með í góðu sambandi með öðrum. Meira »

Heimilið er afar litríkt og heillandi

Í gær, 23:28 Borðstofa Selmu Blair er eins og kaffitería en innanhúshönnuður hennar sótti innblástur í gamlan heimavistarskóla sem leikkonan var í. Meira »

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

Í gær, 19:19 Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul, staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

í gær Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar, er hrærð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

í gær Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

í gær „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

í gær Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

í fyrradag Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

í fyrradag Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

19.3. Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

19.3. Ragnar Gunnarsson, einn af eigendum Brandenburg-auglýsingastofunnar, hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

19.3. „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

19.3. „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

19.3. Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

18.3. Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

18.3. Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

18.3. Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »

Starfsmenn Árvakurs kunna að djamma

18.3. Það voru allir á útopnu á árshátíð Árvakurs á Grand hóteli á laugardaginn var. Boðið var upp á framúrskarandi mat og skemmtiatriði. Eins og sjá má á myndunum leiddist engum. Meira »