Á ég að klaga vinkonu mína?

Íslensk kona veltir fyrir sér hvort hún eigi að klaga ...
Íslensk kona veltir fyrir sér hvort hún eigi að klaga vinkonu sína eða ekki. mbl.is/ThinkstockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hann spurningu frá íslenskri konu sem klagaði vinkonu sína sem hélt við gifta menn. Nú veit hún ekki alveg hvert næsta skref er. 

Sæll Valdimar

ég á vinkonu sem er rúmlega þrítug. Hún á börn með unnusta sínum en hún átti eitt barn fyrir sambandi.

Fyrir um það bil 7-8 árum síðan þá vorum við báðar einhleypar og eðlilega aðeins að spá í strákum, en hún var í því að stunda það að sofa hjá giftum mönnum. Henni fannst það spennandi og montaði sig af fjöldanum og að hún hefði þetta vald, til að verða valin framyfir eiginkonuna.

Á vissum tíma þá var hún að hitta tvo gifta menn á sama tíma. Mér blöskraði svo að ég sendi eiginkonu annars þeirra nafnlaust sms og lét hana vita af ástandinu. Þau eru reyndar enn gift í dag. Frétti að þau hefði farið í nokkurra ára hjónabandsráðgjöf en er enn með samviskubit yfir að hafa ekkert sagt hinni konunni. Finnst eins og mér beri skylda til þess en samt vil ég ekki eyðileggja fjölskylduna þeirra. Þau virðast hamingjusöm og eiga nokkur börn.

Vinkona mín og ég höfum fjarlægst undanfarin ár. Það er metingur hjá okkur og ég held að þessi vitneskja sem ég hafi um hennar fortíð stuði hana.

Hin konan sem ég sendi sms áttaði sig einhvern vegin á því hver ég væri og hafði samband við mig. Við töluðum aðeins saman og erum enn í sambandi af og til. Við erum ekki vinkonur á Facebook eða neitt þannig en hún þakkaði mér fyrir að láta sig vita.

Þannig að ég er að fela þetta fyrir vinkonu minni líka.

Hvað á ég að gera? Á ég að láta hina eiginkonuna líka vita? Jafnvel þótt það séu mörg ár liðin? Og nei, vinkona mín sér ekkert rangt við það sem hún gerði. Hún réttlætir það að hún hafi verið einhleyp og mátt gera það sem hún vildi. Mér finnst ekki ólíklegt að hún muni halda framhjá núverandi maka miðað við hennar siðferðiskennd, eða skort á.

Þigg öll ráð. Vinkona í vanda.

 

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn „vinkona í vanda“ og takk fyrir þessa áhugaverðu og jafnframt krefjandi spurningu.

Framhjáhöld eru aldrei réttlætanleg og óskandi væri að þau ættu sér ekki stað í neinum tilvikum. Raunveruleikinn er engu að síður sá að þau eiga sér stað. Til eru rannsóknir sem sýna að um 20% karlmanna haldi framhjá einhvern tímann á lífsleiðinni en hlutfall kvenna er lægra. Konur nálgast þó karlana ef með eru tekin svokölluð tilfinningaleg framhjáhöld þar sem náin samskipti eru án þess að kynlíf eigi sér stað. Eins eru tilgátur um að á bilinu 20-50% skilnaða hafi með framhjáhöld að gera. Þetta þýðir að fjöldi fólks kynnist þessari sársaukafullu reynslu í tengslum við parasambönd.

Þeir sem eru þolendur framhjáhalda verða oftast fyrir gríðarlegu áfalli þegar slík mál koma í ljós og margir bera sársaukann lífið á enda. Þetta hefur áhrif á sjálfsmynd fólks og leiðir eðlilega til þess að fólki gengur verr að treysta öðrum. Það er því mikill ábyrgðarhlutur að valda sársaukanum sem framhjáhald getur haft í för með sér og eflaust margir sem átta sig ekki á hve alvarlegar afleiðingarnar geta verið.

Ég vil byrja á því að hrósa þér fyrir að hafa skýra sýn á gildi þín hvað þessi mál varða. Það er jákvætt að þér sé ekki sama og að þú teljir það rangt að taka þátt í óheiðarleika af þessu tagi. Ég skil það einnig að það hafi haft áhrif á samband þitt við vinkonu þína að þið lítið þessi mál ólíkum augum. Það mætti jafnvel spyrja hvort það sé gott að vera náinn vinur þeirra sem ástunda hluti sem maður telur algjörlega á skjön við gildi sín og lífssýn. Það getur einmitt leitt til misklíðar og óheiðarlegra samskipta eins og þú ert nú þegar farin að upplifa.

Hvort að þú eigir að hafa samband við þessa konu sem þú talar um er það sem gerir spurninguna krefjandi. Það koma upp fleiri en eitt sjónarmið þegar þessi mál eru skoðuð. Eitt sjónarmið er að sumir myndu segja „Já auðvitað áttu að hafa samband, ég myndi vilja vita það ef makinn minn væri að halda framhjá mér“! Þetta er skiljanlegt sjónarmið og nokkuð góð rök.

Önnur rök snúa meira að þér sjálfri og hvað er rétt fyrir þig. Einhver myndi jafnvel segja „Kemur þér þetta eitthvað við?“ Það er ekki gott að þér líði illa yfir hlutum sem áttu sér stað fyrir 7-8 árum og snertu þitt líf ekki á beinan hátt. Þú segir að vinkona þín hafi stundað það að halda við gifta menn og gortað sig af fjöldanum. Eru þá ekki fjöldi annarra kvenna sem þú hefur ekki haft samband við? Hvar ætlar þú að draga línuna? Það er gott að skoða sig sjálfan og hvort maður er farinn að taka inn á sig eitthvað sem í raun varðar mann lítið sem ekkert. Stundum er mikilvægt að „sleppa tökunum“ og treysta lífinu fyrir því að fara sína leið. Það er ómögulegt að segja hverjar aðstæður eru hjá öðru fólki og hvaða verkefni það er að takast á við í lífinu. Hvort að þessir einstaklingar hafi rætt þessi mál á einhverjum tímapunkti og tekist á við þau er erfitt að segja og kemur þeim einum við. Að sama skapi er síðasta hugleiðingin í spurningunni eitthvað sem þú getur skoðað út frá aðkomu þinni og hve mikla orku þú velur að nota í að hugsa þessi mál. Að vinkona þín muni örugglega halda framhjá maka sínum, vegna skorts á siðferðiskennd, eins og þú orðar það, er væntanlega eitthvað sem tilgangslaust er að hugleiða fyrirfram og verður þá þeirra verkefni að leysa ef það á sér stað.

Vonandi hjálpar þetta þér eitthvað við ákvarðanatöku.

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

Í gær, 23:59 Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

Í gær, 21:00 Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

Í gær, 18:00 Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

Í gær, 15:00 Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

Í gær, 12:00 Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

Í gær, 08:53 Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

Í gær, 06:00 Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

í fyrradag Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

í fyrradag Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

í fyrradag Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

í fyrradag „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

í fyrradag Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

í fyrradag Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

18.9. Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

18.9. Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

18.9. Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

18.9. Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

18.9. „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

18.9. Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

17.9. „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

17.9. Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »