7 ástæður þess að þú hittir á ranga fólkið

Það tekur tíma að kynnast manneskju til að finna út …
Það tekur tíma að kynnast manneskju til að finna út hvort þú viljir eyða ævinni með henni eða ekki. mbl.is/Pexels

Það getur verið erfitt að finna rétta makann á dögum stefnumótaforrita eins og Tinder. Sérfræðingur Huffington Post tók saman nokkrar ástæður fyrir því af hverju við virðumst alltaf hitta á ranga fólkið. 

Þú setur ekki rétta mynd af þér fram á stefnumótaforritum

Ekki draga upp mynd af þér á stefnumótaforritum sem á ekkert skylt við raunveruleikann. Ef þú ert ekki partý-týpan og vilt frekar eyða föstudagskvöldi heima að horfa á heimildarmynd á Netflix – segðu það. Ef þú ert samkvæm/ur sjálfri/um þér eru meiri líkur á að þú finnir þann eina rétta. Veltu líka fyrir þér af hverju þú ert að reyna að passa inn í einhvern ákveðinn hóp, þá uppgötvar þú frekar hver þú ert og hvaða fólki þú vilt eyða tíma með í raun og veru. 

Þú ímyndar þér hvernig einstaklingurinn er áður en þú hittir hann 

Ef þú finnur einhvern sem þér líkar vel við á stefnumótaforriti, reyndu að hitta viðkomandi sem fyrst. Það kemur í veg fyrir að þú ímyndir þér hvernig manneskja viðkomandi er. Það eru mikil vonbrigði þegar þú hefur ímyndað þér í margar vikur hvernig einhver er og svo þegar þú hittir viðkomandi er hann/hún allt öðruvísi en þú hafðir ímyndað þér. Það tekur tíma að kynnast manneskju til að finna út hvort þú viljir eyða ævinni með henni eða ekki.

Ef þú ert samkvæm/ur sjálfri/um þér eru meiri líkur á …
Ef þú ert samkvæm/ur sjálfri/um þér eru meiri líkur á að þú finnir þann eina rétta. mbl.is/Pexels

Þú segir sjálfri þér að þú eigir ekki ást skilið

Jákvæð sálfræði er lykilatriði í sambandi við stefnumót. Ef þú talar niður til þín og segir sjálfri þér að þú eigir ekki skilið ást þá skynja aðrir í kringum þig það. Taktu frekar eftir því sem er jákvætt í fari þínu og farðu full/ur sjálföryggis á stefnumót, sjálfsöryggi er aðlaðandi. 

Þú leitar að hinum fullkomna maka

Það er í góðu lagi að setja ákveðin viðmið í makaleit, en ekki setja viðmiðin svo hátt að enginn nái þeim. Gefðu manneskjunni tíma til þess að sanna að hún er þess virði að fara á fleiri stefnumót með. Það er enginn fullkominn og það er ekkert samband fullkomið. Þeir sem leita að hinum fullkomna maka eru líklegri til að vera einhleypir lengi og að verða sífellt fyrir vonbrigðum með þá sem þeir hitta. 

Þú ert enn að glíma við vandamál fortíðarinnar

Þegar þú ákveður að skrá þig á stefnumótaforrit veltu því fyrir þér hvort þú sért tilbúin. Ef þú ert sífellt að lenda í svipuðum samböndum sem enda á svipaðan hátt er tími til að staldra við og velta hlutunum fyrir sér. Þú gætir enn verið að glíma við vandamál fortíðarinnar sem þú þarft að gera upp áður en þú heldur makaleitinni áfram. 

Sambönd eru til þess að læra af þeim og ef …
Sambönd eru til þess að læra af þeim og ef þú laðast í sífellu að einstaklingum sem skilja þig eftir með sárt ennið er gáfulegt að velta því fyrir sér af hverju. mbl.is/Pexels

Týpan þín er ekki tilfinningalega til staðar

Það er ekkert að því að laðast að ákveðinni týpu, nema ef sú týpa er ekki til staðar tilfinningalega. Sambönd eru til þess að læra af þeim og ef þú laðast í sífellu að einstaklingum sem skilja þig eftir með sárt ennið er gáfulegt að velta því fyrir sér af hverju. Vertu meðvituð/aður um hverjum þú laðast að og af hverju. Ekki leita í sambönd þar sem þú heldur að þú getir breytt hinum einstaklingnum. Það er ekki raunsætt að fara inn í samband þar sem annar aðilinn þarf að breytast og hinn er í því hlutverki að breyta honum. 

Þú ert að leita að einhverjum sem þú þarfnast – ekki að einhverjum sem þig langar í

Spurðu sjálfa/n þig af hverju þig langi í samband með þessari manneskju. Ekki fara í samband af því þú þarft það, heldur af því þig langar það. Þú ættir að leita að einhverjum á jafningjagrundvelli, ekki að umhugsunaraðila. Það er enginn nema þú sjálf/ur að fara að uppfylla allar þínar langanir og þrár. Þið ættuð að hugsa hvort um annað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál