Heilinn breytist við nýjar hugsanir

Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi og samskiptaráðgjafi.
Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi og samskiptaráðgjafi. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég hef verið að hlusta á mann nokkurn að nafni Joe Dispensa sem er vísindamaður, kennari, fyrirlesari og rithöfundur og er einn af meðframleiðendum myndarinnar What the BLEEP do we know.  

Dispensa hefur skrifað margar metsölubækur um áhugaverðar leiðir til sjálfshjálpar og þekkingar á starfsemi heila okkar og langar mig að fjalla um nokkrar af þeim upplýsingum sem er að finna í verkum hans,“ segir Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi og samskiptaráðgjafi, í sínum nýjasta pistli: 

Það sem mér þótti til dæmis afar áhugavert var að heyra hvað þeir sem næðu bata af erfiðum sjúkdómum ættu margir sameiginlegt en að hans sögn eru það aðallega fjórir þættir sem virðast vera þar að verki, en þeir eru:

Í fyrsta lagi trúa þeir því að það búi máttur innra með þeim sem vinni með þeim. Að vísu segir Dispenza að það búi innra með okkur öllum æðra kerfi sem stjórnist að öllu leyti án okkar aðkomu og það kerfi haldi okkur á lífi dag hvern. Þetta kerfi sér til dæmis um að hjarta okkar slái 100 þúsund sinnum á dag og slái líklega u.þ.b 3 billjón sinnum yfir eina mannsævi. Eins sér þetta kerfi um að brjóta niður fæðu okkar, vinna sigur á utanaðkomandi bakteríum og fleira og fleira. Þetta kerfi sér einnig um að framleiða 10 milljónir frumna á hverri mínútu í stað þeirra sem deyja á sama tíma. Ekkert af þessu innra starfi verðum við vör við en getum þó illa neitað tilvist þess. En þetta var sem sagt það sem þessir einstaklingar áttu flestir sameiginlegt, að trúa á æðri mátt sem sæi um lækninguna.

Í öðru lagi var það augljóst að hugsanir voru mikilvægt tæki í bataferlinu, því það er þannig að hugsanir hafa afar mikil áhrif á tilfinningar okkar og það eru tilfinningar sem fá heilann til að bregðast við með ákveðnu boðefnaflæði sem viðhalda tilfinningunni sem hugsunin kveikir á. Jákvæðar hugsanir framleiða góð boðefni eða svona „happy go lucky“-boðefni á meðan neikvæðar hugsanir framleiða boðefni sem draga úr gleði okkar og gera okkur þung og kvíðin.

Með tímanum samlagast líkamlega líðan okkar (sem verður til úr hugsunum) og verður heildræn, eða verður okkar daglega líðan og heilinn fer að búa til sínar venjubrautir sem verða síðan að okkar ómeðvitaða hugsana- og hegðunarmynstri.

Í mínum huga er þetta svipað og nútíma-app, við erum að forrita okkur og stundum þurfum við að henda út gömlum öppum og setja inn ný öpp sem þjóna okkur betur (breyta hugsun).

En sem sagt þeir sem veikir voru og fengu bata að sögn Dispenza tóku að hugsa með þeim hætti að fyrst þeir töldu sig hafa skapað þetta ástand með hugsununum einum saman þá gætu þeir líklega breytt hugsunum sínum til hins betra og náð heilsunni þannig til baka.

Það þriðja sem þessir sjúklingar áttu sameiginlegt var að þeir uppgötvuðu að þeir þurftu að breyta sjálfum sér og verða þeir einstaklingar sem þeir fundu í hjarta sér að þeir vildu raunverulega vera. 

Ég tel reyndar að við vitum þetta öll en skortir oft kjark og þor til að vera við sjálf og eins hræðumst við stundum tilfinninguna að líða vel.

En til þess að auðvelda sér þessa breytingu sem þessir tilteknu sjúklingar voru að fást við þurftu þeir að spyrja sig spurninga á við:

Hvernig liði mér ef ég væri hamingjusöm manneskja?

Hvern þekki ég sem er hamingjusamur? Hvernig veit ég að hann er hamingjusamur?

Hverju þarf ég að breyta í persónuleika mínum til að ná því að verða hamingjusamur?

Hvern þekki ég sem hefur yfir þeim heilindum og persónueiginleikum að búa sem ég þrái að öðlast og get lært af? 

Við það að innleiða nýjar hugsanir og breyta sjálfum sér á ýmsan hátt fór heilinn að taka breytingum og gerði það auðveldara fyrir sjúklingana að breyta hugarfari sínu og þeir fóru að skoða aðra möguleika og tækifæri til að verða að þeim manneskjum sem þá langaði til að vera og gera. Sem sagt það varð til ný opnun á tækifærum og lausnum.

Það fjórða sem sjúklingarnir áttu sameiginlegt var að þeir vörðu löngum tíma í hugleiðslu þar sem þeir einbeittu sér að því að hugsa um orð eins og þakklæti – fegurð – kærleiki og aðrar jákvæðar setningar og þeir beittu hugrænni sýn á bata sinn.

Fyrir mér er þetta uppskrift að lækningu fyrir öll svið lífs okkar og ég held að við höfum öll gott af því að skoða okkur sjálf stundum og skoða hverju við mættum breyta þar.

Erum við að eiga við tilfinningar eins og óöryggi, öfund, pirring, reiði, hatur eða aðrar tilfinningar sem eru að vinna okkur ógagn og gera okkur óhamingjusöm? Kunnum við að taka á móti því góða og umfaðma það eða er það okkur erfitt?

Ef svo er þá skulum við skoða spurningarnar hér að ofan og sjá hverju við þurfum að breyta og hver við viljum vera og bara fara þangað. Og eins og alltaf er ég bara einni tímapöntun í burtu ef þig vantar aðstoð við að finna þetta út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál