Heilinn breytist við nýjar hugsanir

Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi og samskiptaráðgjafi.
Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi og samskiptaráðgjafi. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég hef verið að hlusta á mann nokkurn að nafni Joe Dispensa sem er vísindamaður, kennari, fyrirlesari og rithöfundur og er einn af meðframleiðendum myndarinnar What the BLEEP do we know.  

Dispensa hefur skrifað margar metsölubækur um áhugaverðar leiðir til sjálfshjálpar og þekkingar á starfsemi heila okkar og langar mig að fjalla um nokkrar af þeim upplýsingum sem er að finna í verkum hans,“ segir Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi og samskiptaráðgjafi, í sínum nýjasta pistli: 

Það sem mér þótti til dæmis afar áhugavert var að heyra hvað þeir sem næðu bata af erfiðum sjúkdómum ættu margir sameiginlegt en að hans sögn eru það aðallega fjórir þættir sem virðast vera þar að verki, en þeir eru:

Í fyrsta lagi trúa þeir því að það búi máttur innra með þeim sem vinni með þeim. Að vísu segir Dispenza að það búi innra með okkur öllum æðra kerfi sem stjórnist að öllu leyti án okkar aðkomu og það kerfi haldi okkur á lífi dag hvern. Þetta kerfi sér til dæmis um að hjarta okkar slái 100 þúsund sinnum á dag og slái líklega u.þ.b 3 billjón sinnum yfir eina mannsævi. Eins sér þetta kerfi um að brjóta niður fæðu okkar, vinna sigur á utanaðkomandi bakteríum og fleira og fleira. Þetta kerfi sér einnig um að framleiða 10 milljónir frumna á hverri mínútu í stað þeirra sem deyja á sama tíma. Ekkert af þessu innra starfi verðum við vör við en getum þó illa neitað tilvist þess. En þetta var sem sagt það sem þessir einstaklingar áttu flestir sameiginlegt, að trúa á æðri mátt sem sæi um lækninguna.

Í öðru lagi var það augljóst að hugsanir voru mikilvægt tæki í bataferlinu, því það er þannig að hugsanir hafa afar mikil áhrif á tilfinningar okkar og það eru tilfinningar sem fá heilann til að bregðast við með ákveðnu boðefnaflæði sem viðhalda tilfinningunni sem hugsunin kveikir á. Jákvæðar hugsanir framleiða góð boðefni eða svona „happy go lucky“-boðefni á meðan neikvæðar hugsanir framleiða boðefni sem draga úr gleði okkar og gera okkur þung og kvíðin.

Með tímanum samlagast líkamlega líðan okkar (sem verður til úr hugsunum) og verður heildræn, eða verður okkar daglega líðan og heilinn fer að búa til sínar venjubrautir sem verða síðan að okkar ómeðvitaða hugsana- og hegðunarmynstri.

Í mínum huga er þetta svipað og nútíma-app, við erum að forrita okkur og stundum þurfum við að henda út gömlum öppum og setja inn ný öpp sem þjóna okkur betur (breyta hugsun).

En sem sagt þeir sem veikir voru og fengu bata að sögn Dispenza tóku að hugsa með þeim hætti að fyrst þeir töldu sig hafa skapað þetta ástand með hugsununum einum saman þá gætu þeir líklega breytt hugsunum sínum til hins betra og náð heilsunni þannig til baka.

Það þriðja sem þessir sjúklingar áttu sameiginlegt var að þeir uppgötvuðu að þeir þurftu að breyta sjálfum sér og verða þeir einstaklingar sem þeir fundu í hjarta sér að þeir vildu raunverulega vera. 

Ég tel reyndar að við vitum þetta öll en skortir oft kjark og þor til að vera við sjálf og eins hræðumst við stundum tilfinninguna að líða vel.

En til þess að auðvelda sér þessa breytingu sem þessir tilteknu sjúklingar voru að fást við þurftu þeir að spyrja sig spurninga á við:

Hvernig liði mér ef ég væri hamingjusöm manneskja?

Hvern þekki ég sem er hamingjusamur? Hvernig veit ég að hann er hamingjusamur?

Hverju þarf ég að breyta í persónuleika mínum til að ná því að verða hamingjusamur?

Hvern þekki ég sem hefur yfir þeim heilindum og persónueiginleikum að búa sem ég þrái að öðlast og get lært af? 

Við það að innleiða nýjar hugsanir og breyta sjálfum sér á ýmsan hátt fór heilinn að taka breytingum og gerði það auðveldara fyrir sjúklingana að breyta hugarfari sínu og þeir fóru að skoða aðra möguleika og tækifæri til að verða að þeim manneskjum sem þá langaði til að vera og gera. Sem sagt það varð til ný opnun á tækifærum og lausnum.

Það fjórða sem sjúklingarnir áttu sameiginlegt var að þeir vörðu löngum tíma í hugleiðslu þar sem þeir einbeittu sér að því að hugsa um orð eins og þakklæti – fegurð – kærleiki og aðrar jákvæðar setningar og þeir beittu hugrænni sýn á bata sinn.

Fyrir mér er þetta uppskrift að lækningu fyrir öll svið lífs okkar og ég held að við höfum öll gott af því að skoða okkur sjálf stundum og skoða hverju við mættum breyta þar.

Erum við að eiga við tilfinningar eins og óöryggi, öfund, pirring, reiði, hatur eða aðrar tilfinningar sem eru að vinna okkur ógagn og gera okkur óhamingjusöm? Kunnum við að taka á móti því góða og umfaðma það eða er það okkur erfitt?

Ef svo er þá skulum við skoða spurningarnar hér að ofan og sjá hverju við þurfum að breyta og hver við viljum vera og bara fara þangað. Og eins og alltaf er ég bara einni tímapöntun í burtu ef þig vantar aðstoð við að finna þetta út.

mbl.is

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

17:00 Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

14:00 „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »

Svona hefur gardínutískan þróast

11:00 Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa. Meira »

„Ég var feit sem barn“

05:00 Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. Meira »

Vertu í þínu pínasta pússi um páskana

Í gær, 23:59 Óþarfi er að kaupa nýjan fatnað fyrir páskahátíðina. Fylgihlutir geta verið það eina sem þarf til.   Meira »

Þetta ljúga konur um í kynlífi

í gær Fæstir eru 100 prósent heiðarlegir við bólfélaga sína. Konur ljúga ekki endilega til um kynferðislega ánægju.  Meira »

Arnar Gauti mætti á nýja staðinn í Mosó

í gær Blackbox opnaði nýjan stað í Mosfellsbæ og áður en staðurinn var formlega opnaður mættu Arnar Gauti, Ásgeir Kolbeins, Jóhannes Ásbjörnsson, Hulda Rós Hákonardóttir, Skúli á Subway og fleiri til að smakka. Meira »

Þetta er hollasta fitan sem þú getur borðað

í gær Krabbamein er algeng dánarorsök sem einkennist af stjórnlausum vexti fruma í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í Miðjarðarhafslöndum er í hlutfallslega minni hættu á að fá krabbamein og sumir hafa getið sér þess til að ólífuolía hafi eitthvað með þetta að gera. Meira »

Klæddu þig upp á í kjól um páskana

í gær Ljósir rómantískir kjólar eru í tísku þessa páskana. Gulur er að sjálfsögðu vinsæll litur á þessum árstíma. En fleiri litir koma til greina. Meira »

Andlega erfitt að grisja og flytja

í gær Listakonan Anna Kristín Þorsteinsdóttir hefur enga tölu á því hversu oft hún hefur flutt um ævina en síðustu tíu árin hefur henni þó tekist að skjóta rótum á sama stað. Meira »

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

í fyrradag Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »

Ætlar að nýta páskana í að mála

í fyrradag Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum.  Meira »

Maja heldur kolvetnalausa páska

19.4. Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Meira »

Getur verið að tengdó sé spilafíkill?

19.4. Ég hef staðið manninn minn að því að vera lána föður sínum peninga og oftar en ekki skila þessir peningar sér ekki. Ég hef reynt að ræða þetta við hann og alltaf segist hann sammála mér og hann ætli að hætta þessu en svo næsta sem ég veit að þá er hann búinn að lána honum meira. Meira »

Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

19.4. Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu.  Meira »

Geggjaður retró-stíll í 101

18.4. Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »

Páska skraut á skandinavíska vísu

18.4. Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana. Meira »

Svona heldur þú heilsusamlega páska

18.4. Þegar fólk breytir um lífsstíl og mataræði á það stundum erfitt með að takast á við hátíðir eins og páskana, því þá vill það sogast inn í gamlar hefðir og vana. Meira »

Svona býrðu til „Power Spot“

18.4. Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn og halda einungis í það sem veitir ánægju. Meira »

Kærastinn spilar rassinn úr buxunum

18.4. „Þannig er að kærastinn minn er að eyða nánast öllum peningunum sínum í alls konar veðmál á netinu. Hann segir að þetta séu alls konar íþróttaleikir en vill ekki sýna mér nákvæmlega hvað þetta er og kannski skiptir ekki máli. Aðaláhyggjurnar mínar eru að síðustu mánuði hef ég verið að borga alla reikninga þar sem hann er búinn að eyða sínum og hann afsakar þetta með hinu og þessu.“ Meira »

10 gul dress sem minna ekki á páskaunga

17.4. Tískulöggur hafa gefið grænt ljós á gult frá toppi til táar en það er þó hægara sagt en gert ef þú vilt ekki líta út eins og fugl ofan á páskaeggi. Meira »