Heilinn breytist við nýjar hugsanir

Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi og samskiptaráðgjafi.
Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi og samskiptaráðgjafi. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég hef verið að hlusta á mann nokkurn að nafni Joe Dispensa sem er vísindamaður, kennari, fyrirlesari og rithöfundur og er einn af meðframleiðendum myndarinnar What the BLEEP do we know.  

Dispensa hefur skrifað margar metsölubækur um áhugaverðar leiðir til sjálfshjálpar og þekkingar á starfsemi heila okkar og langar mig að fjalla um nokkrar af þeim upplýsingum sem er að finna í verkum hans,“ segir Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi og samskiptaráðgjafi, í sínum nýjasta pistli: 

Það sem mér þótti til dæmis afar áhugavert var að heyra hvað þeir sem næðu bata af erfiðum sjúkdómum ættu margir sameiginlegt en að hans sögn eru það aðallega fjórir þættir sem virðast vera þar að verki, en þeir eru:

Í fyrsta lagi trúa þeir því að það búi máttur innra með þeim sem vinni með þeim. Að vísu segir Dispenza að það búi innra með okkur öllum æðra kerfi sem stjórnist að öllu leyti án okkar aðkomu og það kerfi haldi okkur á lífi dag hvern. Þetta kerfi sér til dæmis um að hjarta okkar slái 100 þúsund sinnum á dag og slái líklega u.þ.b 3 billjón sinnum yfir eina mannsævi. Eins sér þetta kerfi um að brjóta niður fæðu okkar, vinna sigur á utanaðkomandi bakteríum og fleira og fleira. Þetta kerfi sér einnig um að framleiða 10 milljónir frumna á hverri mínútu í stað þeirra sem deyja á sama tíma. Ekkert af þessu innra starfi verðum við vör við en getum þó illa neitað tilvist þess. En þetta var sem sagt það sem þessir einstaklingar áttu flestir sameiginlegt, að trúa á æðri mátt sem sæi um lækninguna.

Í öðru lagi var það augljóst að hugsanir voru mikilvægt tæki í bataferlinu, því það er þannig að hugsanir hafa afar mikil áhrif á tilfinningar okkar og það eru tilfinningar sem fá heilann til að bregðast við með ákveðnu boðefnaflæði sem viðhalda tilfinningunni sem hugsunin kveikir á. Jákvæðar hugsanir framleiða góð boðefni eða svona „happy go lucky“-boðefni á meðan neikvæðar hugsanir framleiða boðefni sem draga úr gleði okkar og gera okkur þung og kvíðin.

Með tímanum samlagast líkamlega líðan okkar (sem verður til úr hugsunum) og verður heildræn, eða verður okkar daglega líðan og heilinn fer að búa til sínar venjubrautir sem verða síðan að okkar ómeðvitaða hugsana- og hegðunarmynstri.

Í mínum huga er þetta svipað og nútíma-app, við erum að forrita okkur og stundum þurfum við að henda út gömlum öppum og setja inn ný öpp sem þjóna okkur betur (breyta hugsun).

En sem sagt þeir sem veikir voru og fengu bata að sögn Dispenza tóku að hugsa með þeim hætti að fyrst þeir töldu sig hafa skapað þetta ástand með hugsununum einum saman þá gætu þeir líklega breytt hugsunum sínum til hins betra og náð heilsunni þannig til baka.

Það þriðja sem þessir sjúklingar áttu sameiginlegt var að þeir uppgötvuðu að þeir þurftu að breyta sjálfum sér og verða þeir einstaklingar sem þeir fundu í hjarta sér að þeir vildu raunverulega vera. 

Ég tel reyndar að við vitum þetta öll en skortir oft kjark og þor til að vera við sjálf og eins hræðumst við stundum tilfinninguna að líða vel.

En til þess að auðvelda sér þessa breytingu sem þessir tilteknu sjúklingar voru að fást við þurftu þeir að spyrja sig spurninga á við:

Hvernig liði mér ef ég væri hamingjusöm manneskja?

Hvern þekki ég sem er hamingjusamur? Hvernig veit ég að hann er hamingjusamur?

Hverju þarf ég að breyta í persónuleika mínum til að ná því að verða hamingjusamur?

Hvern þekki ég sem hefur yfir þeim heilindum og persónueiginleikum að búa sem ég þrái að öðlast og get lært af? 

Við það að innleiða nýjar hugsanir og breyta sjálfum sér á ýmsan hátt fór heilinn að taka breytingum og gerði það auðveldara fyrir sjúklingana að breyta hugarfari sínu og þeir fóru að skoða aðra möguleika og tækifæri til að verða að þeim manneskjum sem þá langaði til að vera og gera. Sem sagt það varð til ný opnun á tækifærum og lausnum.

Það fjórða sem sjúklingarnir áttu sameiginlegt var að þeir vörðu löngum tíma í hugleiðslu þar sem þeir einbeittu sér að því að hugsa um orð eins og þakklæti – fegurð – kærleiki og aðrar jákvæðar setningar og þeir beittu hugrænni sýn á bata sinn.

Fyrir mér er þetta uppskrift að lækningu fyrir öll svið lífs okkar og ég held að við höfum öll gott af því að skoða okkur sjálf stundum og skoða hverju við mættum breyta þar.

Erum við að eiga við tilfinningar eins og óöryggi, öfund, pirring, reiði, hatur eða aðrar tilfinningar sem eru að vinna okkur ógagn og gera okkur óhamingjusöm? Kunnum við að taka á móti því góða og umfaðma það eða er það okkur erfitt?

Ef svo er þá skulum við skoða spurningarnar hér að ofan og sjá hverju við þurfum að breyta og hver við viljum vera og bara fara þangað. Og eins og alltaf er ég bara einni tímapöntun í burtu ef þig vantar aðstoð við að finna þetta út.

mbl.is

Heiða og Guðmundur selja Öldugötu

19:00 Hjónin Heiða Kristín Helgadóttir starfsmaður Niceland og Guðmundur Kristján Jónsson hafa sett íbúð sína við Öldugötu á sölu. Meira »

6 ástæður til að forðast sykur

16:30 „Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast.“ Meira »

Svona finnurðu rétta andlitsmaskann

13:30 Þegar ég stend ráðalaus fyrir framan spegilinn er oft lítið annað í stöðunni en að maka á mig andlitsmaska og vona það besta. Útkoman er yfirleitt sléttari, þéttari og ljómameiri húð en ávinningurinn getur einnig falist í andlegri vellíðan. Meira »

Jóna saumaði jólakjólinn sjálf

10:00 Jóna Kristín Birgisdóttir saumaði hátíðlegan ullarkjól í Hússtjórnarskólanum. Hún segir ekki nauðsynlegt að eiga allt það nýjasta og dýrasta eins og stundum lítur út á samfélagsmiðlum. Meira »

Hvað segir jólamyndin um þig?

05:45 Að „feika“ það þangað til maður „meikar“ það er gamalt orðatiltæki sem á svo sannarlega ekki við í ljósi nýlegrar umfjöllunar Vintage everyday. 43 ljósmyndir frá því á sjötta áratug síðustu aldar gefa vísbendingu um að glöggir mannþekkjarar og komandi kynslóðir munu geta lesið í allt sem við erum með í gangi um þessar mundir. Meira »

Þarf að grátbiðja konuna um kynlíf

Í gær, 21:00 „Eiginkona mín sýnir enga ástúð, ég er enn með mikla kynhvöt og þarf að grátbiðja hana um kynlíf. Við stundum bara kynlíf nokkrum sinnum á ári.“ Meira »

5 ástæður þess að hunsa vigtina yfir jólin

í gær Það er freistandi að stíga reglulega á vigtina yfir jólin. Það nýtur þó enginn jólanna til botns ef hann ætlar að refsa sér fyrir að borða aðeins of mikið konfekt. Meira »

Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

í gær Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að hoppa upp í rúm með einhverjum öðrum en maka sínum. Margir eiga það til að halda fram hjá fjárhagslega. Meira »

Misstu 105 kíló á ketó

í gær Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

í gær Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

í fyrradag Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »

Ógnarstór limurinn til vandræða

15.12. „Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður með óvenjulega stórt typpi og segir það ekkert til að gorta sig af.   Meira »

10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

15.12. Hættu að ýta á blunda eða skríða aftur upp í rúm eftir fyrstu klósettferð dagsins. Ef fólk vill virkilega vakna þá tapar það ekki á að fara eftir nokkrum skotheldum ráðum. Meira »

Glóðu eins og demantur um jólin

15.12. Náttúruleg, bronsuð förðun með áherslu á fallega og ljómandi húð sem hentar fullkomlega fyrir öll jólaboð í ár. Natalie Kristín Hamzehpour förðunarmeistari gefur góð ráð. Meira »

Google getur ekki lagað hjónabandið

15.12. „Google á ekki maka eða barn svo ekki er hægt að ganga að traustum upplýsingum þar. Það er mjög gefandi að deila með körlum hvað rannsóknir sýna skýrt hve miklu máli þeir skipta fyrir parsambandið og fyrir barnauppeldi. Það sem karlar vilja vita eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna sérstaklega sett fram fyrir karlmenn,“ segir Ólafur Grétar. Meira »

Frábærar gjafir fyrir níska Jóakima

15.12. Það þekkja allir einn Jóakim, einstakling sem elskar að spara, safna peningum og jafnframt erfitt að gera til geðs. Vanda þarf því gjafavalið sérstaklega. Meira »

Fjölmenntu á Jacobsen Loftið

14.12. Nýrri skartgripalínu Orrifinn var fagnað á Jacobsen Loftinu í gær. Fólkið á bak við Orrifinn eru þau Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason. Halla Þórðardóttir mætti í boðið og framdi gjörning við tónverk eftir Daníel Ágúst Haraldsson. Meira »

Tapaði ég peningunum á Karolina Fund?

14.12. „Vorið 2017 „keypti ég“ tvær bækur á hópfjármögnun á Karolina Fund eða rúmlega 14.000 krónur og var lofað plakati með, penna og boð í útgáfuhóf. Bókin átti að koma út um haustið en hefur ekki ennþá komið út. Hvernig virkar svona, er hægt að fá endurgreitt eða eru þetta bara tapaðir peningar?“ Meira »

Melania litaði hárið ljóst fyrir jólin

14.12. Netverjar spurðu sig hvort forsetafrúin væri að safna í hárkollu fyrir eiginmann sinn en Donald Trump er þekktur fyrir óvenjuþykkan og -ljósan makka miðað við aldur. Meira »

Lærði að elska upp á nýtt á Tenerife

14.12. „Þetta ár er búið að vera lagskipt. Hófst með skilnaði, sagði upp á Rás 2, flutti til Tenerife þar sem margt gott hefur gerst. Einnig hafa komið hér erfiðir tímar og þá helst er ég var fluttur nær dauða en lífi á sjúkrahús. Ég fékk blæðandi magasár,“ segir Guðni Már. Meira »

Húsið sem Ármann færði yfir á konuna

14.12. Ármann Þorvaldsson skráði einbýlishús þeirra hjónanna, Dyngjuveg 2, á eiginkonu sína, Þórdísi Edwald árið 2011 eða 18. apríl það ár. Meira »
Meira píla