Kynlíf eftir skilnað er alveg bannað

Linda Baldvinsdóttir.
Linda Baldvinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Las þessa líka flottu grein á Huffington Post um ágæti þess að draga skýrar línur þegar kemur að því að skilja við maka sinn og muna þá eftir því að skilnaðurinn er til kominn vegna þess að þið gátuð ekki verið saman en ætlið ykkur að byggja líf með öðrum aðilum og live there happily ever after ekki satt?

Hún Tiffany Beverlin sem grein þessa skrifaði er starfandi ráðgjafi í Bandaríkjunum og hefur víða komið fram í sjónvarpi þar í landi. Þar gefur hún áhorfendum uppskrift að skýrum línum og gefur ráð varðandi umgengni við fyrri maka og hvernig þeim ætti að vera háttað eftir skilnað. Hún þykir ákveðin og hörð en ég verð þó að vera sammála henni í flestum aðalatriðum áðurnefndar greinar sem ég las,“ segir Linda Baldvinsdóttir, samskiptaráðgjafi og Markþjálfi hjá Manngildi, í sínum nýjasta pistli: 

Ég ætla að draga fram aðalatriði þessarar greinar hér en læt fylgja með hlekk á greinina í heild sinni hér fyrir neðan.

Það sem hún Tiffany segir er að það þurfi að setja afar sterk mörk á milli aðilanna sem skilja þar sem það séu oft léleg mörk sem valda skilnaðinum (eins og lygar, framhjáhöld og margt fleira) Skýr mörk mörk mörk!

Við viljum mörg að okkar fyrrverandi makar og okkar nýju makar geti orðið rosalega góðir vinir og að við gætum öll hist saman á sunnudögum í grill með börnunum okkar (þar sem ung börn eru). En við erum fæst bara innréttuð á þann hátt. Flest erum við þannig að við viljum eignast lífið að sem mestu leyti með okkar núverandi maka án þess að fyrrverandi kærastar og kærustur (makar) séu þar að þvælast fyrir. Það þýðir þó ekki að það sé ekki hægt að bera virðingu fyrir fyrri mökum og umgangast þá við tilhlýðileg tilefni með virðingu og vinsemd sem ætti auðvitað alltaf að vera markmiðið þó ekki sé nema vegna barna ef þau eru til staðar.

Það sem hún Tiffany ráðleggur skilnaðaraðilum að gera til að hægt sé að koma til móts við þetta er að það séu sett afar sterk mörk strax eftir skilnað um umgengni og standa síðan við þau mörk og leyfa ekki að stigið sé yfir þá línu sem strikuð er í sandinn sama hvað. 

Kannski er þetta svolítið hörð nálgun að einhverra mati en eins og Tiffany segir þá verður að muna að þessir aðilar kusu að skilja og það hefur örugglega kostað skildinginn, ásamt því að skrifað var undir pappíra sem sögðu að aðilarnir væru skildir að skiptum og vildu þar með ekki vera hluti af lífi hvor annars.

En stundum er það þannig að aðilarnir vilja halda í það sem var gott að hafa í hjónabandinu og halda fast í það. Og umgengnin verður nánast eins og hún var fyrir skilnaðinn sem er ekki gott mál þegar búa á til nýtt líf og finna hamingju á nýjum stað.

Oft eru það peningar sem haldið er áfram að sækja í, en það býður upp á að samskiptin verða nánari en þau ættu að vera hjá fólki sem er skilið og eins býður það oft upp á stjórnun og kúgun frá fyrri maka. Það er ástæða fyrir því að barnameðlög eru ákveðin með lögum og eins segja lögin skýrt hvaða skyldum foreldrar sem ekki búa með börnum sínum gegna í sambandi við fjárútlát. Það er allra hagur að halda sig sem mest við lagarammann og því fyrr sem aðilarnir verða fjárhagslega sjálfstæðir því betra.

Tiffany segir að kynlíf sé algjörlega bannað eftir skilnað og telur hún að það sé notað sem kúgunaraðferð og geri það erfiðara fyrir aðilana að halda áfram lífinu og rækta sér nýtt land. Mörk innihalda virðingu og það að þið eruð skilin þýðir að þið hafið ekki rétt á hvort öðru á þennan hátt. 

Að mynda rými eða gefa „space“. Þetta er stórt og mikið mál á milli þeirra sem eru nýskildir og sérstaklega þegar annar aðilinn býr enn á gamla staðnum. En þó að búið sé á gamla staðnum gefur það hinum aðilanum engan rétt til að droppa við eða koma án fyrirvara eða fara inn án þess að vera boðið þangað sérstaklega. Það er hluti af heilbrigðum skilnaði að það sé það gott rými á milli aðilanna að þeim líði eins og þeir séu einstaklingar á ný. Og það er í raun að sögn Tiffany afar sérstakt að fyrrverandi makinn hafi yfir höfuð áhuga á því að fara á gamla staðinn eftir skilnaðinn. Það sýnir að aðilinn hefur afar léleg mörk og ber ekki virðingu fyrir persónulegu rými einstaklingsins (fyrri maka). Þetta er reyndar afar algengt hjá þeim sem ekki er tilbúinn til að skilja og getur ekki sleppt tökunum eða er reiður, bitur og finnst hann ekki hafa stjórn á þessum atburði og reynir því að stjórna inni í aðstæðunum eins og hægt er. 

Ganga þarf frá öllum eigum sem fyrst og skilnaðarsáttmálinn gerir ágætisgrein fyrir því hver á hvað. Þegar þessi sáttmáli er frágenginn er það klárt að hvorugur aðilinn á rétt á neinu frá hinum, þú þarft bara að kaupa þér nýja kaffikönnu og þvottavél ef þú þarft hana.

En hvað með samskiptin?

Jú, það þarf að virða allar persónulegar upplýsingar aðilanna og það er afar óheilbrigt að fara í gegnum gögn á netinu eða skoða tölvupóstinn eða yfir höfuð að brjótast inn í aðgang þeirra á netinu eða fylgjast með þeim með einhverjum hætti. Þinn fyrrverandi maki er ekki lengur þinn og þú hefur ekki leyfi til að fylgjast með og þú hefur heldur ekki leyfi til þess að fá hjálp við allt og ekkert.

Ef bíllinn bilar þá ferðu með hann á verkstæði eða ef buxurnar rifna þá ferðu með þær á saumastofu. Þinn fyrrverandi er að reyna að byggja upp nýtt líf og þarf ekkert á símtali að halda frá þér til að kippa þeim á gamla staðinn sinn (inn í hjónabandsmynstrið).

Þínir fyrrverandi makar geta skapað uppþot í þínu nýja lífi og ég tala nú ekki um í nýjum samböndum sem þú ert að rembast við að mynda og gera það stundum ómögulegt að hægt sé að styrkja þau og að gera þau góð. Það er mjög nauðsynlegt að setja sterk mörk á persónulegt rými og samskipti strax svo hægt sé að fara að byggja upp nýtt og gott líf eins og áður hefur verið lögð áhersla á.

Fyrrverandi maki á að gefa frið inn í uppbyggingu á nýja lífinu án aðkomu og stjórnunar með nokkrum hætti. Að setja fyrrverandi maka föst mörk hvað þetta varðar með kurteisum hætti er nauðsynlegt og svo þarf að standa á þeim mörkum ef á þarf að halda. Ef engar fallegar aðferðir duga þá þarf einfaldlega að hætta öllum samskiptum við fyrrverandi makann þar til hann skilur þessi mörk.

Eftir því sem samskiptin við fyrrverandi maka eru á nánari nótum og viðhaldast lengur, lengist einungis í bataferli skilnaðarins og eins og áður sagði gerir það nánast ómögulegt fyrir ný sambönd aðilanna að dafna og vaxa.

Allir skilnaðir hafa það að markmiði að aðilarnir vilji finna hamingjuna í framtíðinni á öðrum stað án síns fyrrverandi og því þarf að huga að þessum atriðum sem nefnd hafa verið. Báðir aðilar þurfa að muna að skilnaðurinn er endanlegur hjá aðilum sem náðu ekki að finna og viðhalda hamingjunni hjá hvort öðru og því borgar sig að draga ákveðna línu í sandinn og halda lífinu áfram hvort í sínu lagi.

Ég geri mér grein fyrir því að það eru til undantekningar á þessu eins og öllu öðru en ef ekki er samkomulag um umgengni við fyrri maka í nýju sambandi ætti það alltaf að vera nýi makinn sem jú verið er að mynda samband með sem ætti að vera í fyrirrúmi og tillit tekið til hans óska um umgengni við fyrrverandi makann (samband við börn og vegna barna falla ekki undir þetta ákvæði) svo framarlega sem þær óskir eru innan skynsemismarka og án óvildar í garð fyrrverandi maka án góðra ástæðna.

Svo enn og aftur er ég að skrifa um mörk í samskiptum og ekki vanþörf á. Línur dagsins í dag hvað þessi málefni varðar eru afar óskýrar fyrir mörgum og allir vilja jú að öll dýrin í skóginum geti verið vinir en það gengur ekki alltaf upp og sérstaklega ekki þegar nýjum aðila líður eins og það séu of margir að stjórna í sambandinu. 

Og eins og alltaf er ég bara einni tímapöntun í burtu ef þú þarft á finna hvaða línur þú vilt setja inn í þitt líf og hvar vantar mörk í þín samskipti.

mbl.is

Endalausir möguleikar með einni pallettu

16:00 Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

13:03 Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

12:00 Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

09:05 Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

Í gær, 23:59 Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

Í gær, 21:00 Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

Í gær, 18:00 Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

í gær Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

í gær Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

í gær Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

í gær Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

í fyrradag Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

í fyrradag Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

19.9. Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

19.9. „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

19.9. Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

19.9. Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

18.9. Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

18.9. Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

18.9. Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

18.9. Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »