Telja kossa ekki framhjáhald

Eru kossar bara saklausir.
Eru kossar bara saklausir. mbl.is/Thinkstockphotos

Fólk virðist ekki vera sammála um skilgreininguna á því að halda fram hjá. Sumir vilja meina að daðursleg skilaboð sé jafngildi samfara með öðrum en maka. Í nýrra rannsókn sem Independent greinir frá þar sem kemur fram að aðeins helmingur ungra karlmanna telur kossa falla undir þann flokk að halda fram hjá. 

Mun fleiri konur eða 73 prósent kvenna sem tóku þátt töldu kossa vera framhjáhald. Hlutfallið var svipað þegar kom að netkynlífi og sögðust um helmingur ungra karlmanna það telja á móti 75 prósent kvenna. 

Sérfræðingur vill meina að ef fólk telur það ekki svik við maka að kyssa aðra manneskju þá skortir fólk virðingu fyrir maka sínum og sambandinu sjálfu. „Ef þér er sama um gjörðir þínar og viðbrögð maka þá ertu með rangri manneskju,“ sagði sérfræðingurinn. 

Er þetta ekki framhjáhald?
Er þetta ekki framhjáhald? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál