Eins og ég sé að sofa hjá bróður mínum

Að upplifa hamingju í langtímasamböndum er vinna sem verðugt er …
Að upplifa hamingju í langtímasamböndum er vinna sem verðugt er að fara í að mati ráðgjafa Smartlands. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér spyr kona hvað hún eigi að gera. Hún er í góðu hjónabandi en finnst hana vanta eitthvað. Hún er með þráhyggju út fyrir sambandið og veltir fyrir sér hvort hjónabandið sé búið.

Hæ Elínrós.

Ég og maðurinn minn erum búin að vera saman í um það bil 15 ár og eigum börn, notalegt heimili og okkur líður almennt séð nokkuð vel. Við vinnum bæði mikið, eins og gengur og gerist og hittumst því ekkert voðalega marga klukkutíma í viku en heimilishaldið gengur vel og börnin okkar virðast hamingjusöm. En vandamálið er að mér finnst mig vanta eitthvað. Einhverja spennu.

Hér áður fyrr, áður en börnin komu til sögunnar vorum við svo ótrúlega ástfangin af hvort öðru og kynlífið var frábært. En mér finnst við núna meira eins og góðir samstarfsfélagar og öll nánd bara skrítin, engir straumar. Ég held að honum líði ekki svona, bara mér. Hann vill mikið kynlíf og sækir mikið í mig. Ég er stöðugt að hugsa um það hvernig lífið væri með einhverjum öðrum manni og ég á mjög erfitt með að stunda kynlíf með honum, aðallega vegna þess að mér líður meira eins og ég sé að sofa hjá bróður mínum með honum frekar en eiginmanni. Einu skiptin sem við rífumst, rífumst við um kynlíf. Er þetta bara búið spil eða getum við eitthvað gert til að laga hjónabandið?

Kveðja, 

Elínrós Líndal er NLP-ráðgjafi með grunnmenntun í sálfræði og fjölmiðlafræði …
Elínrós Líndal er NLP-ráðgjafi með grunnmenntun í sálfræði og fjölmiðlafræði og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er fíkniráðgjafi og sérhæfir sig í meðvirkni. Úr einkasafni

 

Hæ hæ og takk fyrir að senda inn fyrirspurn.

Einungis þú getur tekið ákvörðun um hvað er rétt að gera í þinni stöðu, en mér heyrist þú hafa tækifæri á að laga heilmikið þegar kemur að hjónabandinu þínu.

Er maðurinn þinn ekki örugglega meira en 50% ágætur? 

Við getum aldrei stjórnað öðrum og utanaðkomandi hlutir, hvort heldur sem er kökur, fatnaður, nýr bíll, stærra hús eða nýr og betri maður er sjaldnast að fara að laga ástandið þegar til lengri tíma er litið. Þú hefur upplifað mikla hamingju í upphafi sambands með manninum þínum. Verkefnið fyrir framan þig að mínu mati er að upplifa hamingju í langtímasambandi.

Það eru allir að tala um hvernig best er að komast í ný sambönd, en minna talað um leiðir til að dýpka tilfinningar í langtímasamböndum. 

Það sem við leggjum rækt við vex og dafnar vanalega. Kannski er kominn tími á að rækta hjónabandið betur?

Það eru margar leiðir til þess að gera ágæt hjónabönd frábær. Vanalega þegar við byrjum að vinna í okkur tilfinningalega lagast hjónabandið með tímanum. Þú þarft kannski aðstoð við að komast í kvenorkuna, kannski ertu að stjórna of miklu á heimilinu og þannig ertu orðin meira eins og systir eða mamma í staðinn fyrir að vera ástríðufull eiginkona. Kannski þarft að taka fókusinn af öðrum og setja fókusinn á þig.

Það tekur útrólega mikla orku frá okkur að ganga í gegnum skilnað, að vera einstæð móðir þýðir vanalega miklu meiri vinna til að ná endum saman. Eins tekur mikinn tíma að koma sér í nýtt samband. 

Þetta er ekki búið spil og þið getið gert heilmikið til að laga sambandið. Byrjið á því að fara í hjónaráðgjöf og gera samning ykkar á milli um að vinna í hjónabandinu í x langan tíma. Gerið samning um hversu oft þið ætlið að stunda kynlíf, fara á stefnumót og vera góð við hvort annað. Rétt eins og nýr maður er varla að fara að fixa þig þá tel ég að meira kynlíf fixi ekki endilega manninn þinn. 

Ef þið náið að verða besta útgáfan af ykkur, þá verður kynlífið það besta í bænum líka. Það er mín trú.

Gangi þér og ykkur vel.

Kærar Elínrós. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Elínrós spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál