Pör sem eru líklegri til að skilja

Jennifer Aniston og Brad Pitt skildu.
Jennifer Aniston og Brad Pitt skildu. AFP

Það ætla sér fæstir að skilja þegar engill ástarinnar skýtur örvum sínum. Pör og hjón eru hins vegar alltaf að skilja. Líkt og Women's Day greinir frá eru hinir ýmsu erfiðleikar sem ýta undir skilnað. Ef fólk vinnur í samböndunum og reynir að finna lausn á vandamálunum eiga flestir séns. 

Of mikil ástríða of snemma

Fólk sem verður yfir sig ástfangið strax er líklegra til skilja þegar bleika skýið hverfur. 

Ólíkar væntingar

Fólk í samböndum getur ekki búist við því að vera alltaf með maka sínum. Það borgar sig að setjast niður og fara yfir hvort báðir aðilar séu ekki á sömu blaðsíðu. 

Léleg samskipti

Stór ástæða fyrir því að fólk hættir saman og þroskast frá hvort öðru er af því að það getur ekki talað almennilega saman. 

Fjármál

Vandræði vegna mismunandi viðhorfa til peninga og hvernig er sparað eða peningum eytt geta auðveldlega komið upp í hjónaböndum.

Traust er ekki til staðar

Það er augljóst að það kemur upp vandamál þegar fólk treystir ekki maka sínum eða snýr sér jafnvel til einhver annars til þess að tala við. 

Fíkn

Ef fólk er að glíma við fíkn er líklegt að hún verði að vandamáli í sambandinu ef fólk tekst ekki á við hana og með makanum. 

Fá sameiginleg áhugamál

Ef maðurinn er allan daginn úti á golfvelli en konan hefur engan áhuga á golfi gæti það skapað vandamál. 

Barnavandamál

Fólk er sagt skilja æ oftar vegna vandamála tengdum börnum. Vandamálin geta snúist um hvort fólk vill eiga börn, hvort það getur það eða hreinlega hvernig uppeldi börnin eiga að fá. 

Fólk verður að bera virðingu fyrir hvort öðru.
Fólk verður að bera virðingu fyrir hvort öðru. Getty images

Skortur á virðingu

Fólk þarf ekki endilega að vinna í því að tala betur saman stundum skortir það hreinlega virðingu fyrir maka sínum. 

Gagnrýna of mikið

Það er ágætt að tala saman en ekki alhæfa of mikið um makann með því að segja að hann geri alltaf eitthvað eða aldrei. Í stað þess að kvarta yfir því að makinn fari aldrei út með ruslið má láta hann vita hvernig hann getur hjálpað.

Kenna öðrum aðilanum um

Þó að annar aðilinn hafi gert eitthvað af sér þá er vandamálið aldrei bara hans. Tveir aðilar bera ábyrgð á því sem gerist í samböndum eða hjónaböndum. 

Sópa vandamálunum undir teppið

Það hjálpar ekki að takast ekki á við vandamálin að láta sem þau séu ekki til. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál