Maðurinn borðar sig út úr hjónbandinu

Aðstandendur þeirra sem kljást við fíkn geta orðið mjög veikir ...
Aðstandendur þeirra sem kljást við fíkn geta orðið mjög veikir af meðvirkni. Stjórnsemi er ein birtingamynd meðvirknis. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda. Hér fær hún bréf frá konu sem er vanmáttug vegna mögulegrar matarfíknar eiginmannsins.

Sæl Elínrós

Við erum búin að vera saman í 10 ár. Við erum bæði stjórnsöm á hvort annað.

Hann er í ofþyngd og hefur verið að þyngjast mikið en mig grunar að hann eigi við matarfíkn að ræða og hann viðurkennir það. Samt sem áður skammast hann sín og borðar enn meira. Ég hef reynt allt, ég er sjálf mjög meðvirk með honum. En samt sem áður hrædd um hann. Hann er með hárýsting, kæfisvefn, lélegt úthald og  önnur einkenni líkamleg og andleg sem snúast að alvarleika ofþyngdar.


Hann hlustar ekki á mig þegar ég bendi honum á alvarleika málsins. Hann hreyfir sig ekki og hefur ekki áhuga að hætta í óhollustunni. Hann er mikill áhugamaður um íþróttir en stundar þær ekki sjálfur og veit betur en allir hvað hann á að borða.
Mögulega hljóma ég eins og ég sé að stjórna honum. En ég hef rætt við hann að þetta veldur mér hugarangri því ég sé ekki fram á að hann eigi eftir að vera mjög langlífur.


Þetta hefur nánast valdið skilnaði, því honum er alveg sama en kemur þannig fram meðan ég sit áhyggjufull. Ég hef bent honum á MFM en hann segist ætla að panta tíma en gerir ekki.


Ég get ekki hjálpað honum ef hann vill það ekki sjálfur.

Hann hjálpar ekkert til við þrifin og minnstu verkefni eru honum mjög erfið. Að raða í uppþvottavélina tekur á og hann þarf að taka sér pásur. Hann ryksugar ekki eða skúrar nema í neyð! Ef það gerist þá sest hann niður lengur en hann er að „vinna“ í stað þess að „power it through“!


Svo ég sé um heimilið að mestu leiti, ég bið hann um að hengja upp og taka niður og brjóta saman. En hann jú hengir upp á endanum og tekur niður en þvotturinn er í hrúgu á einum stað! Ég er að reyna horfa ekki á þetta en endar með að ég geri þetta bara sjálf!

Hann á erfitt með að hemja skapið í sér og á það til ef hlutir fara ekki eins og hann vill þá reiðist hann. Ef skipulag breytist þá á hann til að ásaka mig um lygar því ég sagði ekki rétt frá þegar ég kannski breytti um plan eða skoðun. Elsku börnin finna mest fyrir þessu. Ef þau gera ekki nákvæmlega eins og hann þá á hann það til að niðurlægja þau sem særir mig mikið og ég segi alltaf við eigum að vera byggja þau upp en ekki brjóta þau niður. Þetta gerist ekki oft en er samt ekki einu sinni og oft?

Kynlífið úffff það er svo hinn póllinn! Hann hefur ekki alltaf verið t.d í þessari þyngd og þegar við vorum að byrja saman var ég ófrísk af fyrsta barninu okkar. Þetta hefur ALLTAF verið vandamál nema þegar við vorum að reyna eignast börn þá gekk vel.


En okkar kynlíf stendur af sömu rútínu 2 sinnum á ári að besta lagi fjögra mánaða fresti. Svo þess á milli sinnir hann sér sjálfur skilur eftir „sönnunargögn“ og lýgur um það! Mér finnst ekkert skrítið að ég haldi að hann vilji þetta samband bara vegna þess að þetta er þægilegt fyrir hann!

Hvaða einstaklingur myndi ekki vilja sleppa að gera ekki neitt. Láta elda ofan í sig og geta umgengist börnin sín alltaf! Fyrsta flokks hótel! Þrifið í kring um mann.
Geta hent öllu frá sér og það er tekið upp jafn óðum og það endar i gólfinu.

Ég hef reynt allt nema ráðgjöf en hann harðneitar henni. Við höfum verið oft á barmi skilnaðar því ég get ekki staðið í þessu að vera alltaf ein í öllu og hljóma eins og biluð plata þegar ég er með ráð fyrir hann vegna líkamsþyngd hans og andlegt ástand. En þegar skilnaður hefur borið uppá gómana þá lofar hann öllu fögru. Ég trúi honum! Hann verður fínn í tvær vikur svo fer allt í sama horfið. En kynlífið er eins!

Ég er í hringekkju sem hættir ekki! Ég er týnd og Ég veit ekki lengur hvað ég vil! Ég reyni og reyni að finna það út en gleymi mér í amstri dagsins.


Ætli þetta að ofan sé eitthvað sem hægt er að vinna með eða er þetta á góðri íslensku „lost cost“?

Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Eggert

Hæ elskuleg, það eru engin sambönd þannig að ekki er hægt að vinna í þeim.

Það eru nokkrir ráðgjafar sem geta aðstoðað þig. Ég er ein af þeim.

Þegar þú veist þetta, þá getur þú slakað á inn í þá hugsun að það er til lausn og það er til leið. Það eina sem þú þarft í raun og veru að gera er að gefast upp sjálf og fá aðstoð.

Ég er matarfíkill í bata sjálf. Ég vil ekki greina eiginmann þinn í gegnum bréf frá þér, en þú hljómar eins og aðstandandi og það er nóg fyrir mig að vinna með.

Þú gast ekki endilega séð matarfíknina mína utan á mér. Ég var yfirleitt grönn en ég var með þessa óstjórn tengt mat og notaði mat sem var hugbreytandi til að deyfa mig með. Þessum sjúkdómi fylgja skapgerðabrestir og þetta er eins og allir aðrir fíkn sjúkdómar, þeir hafa áhrif á fjölskyldur okkar.

Esther hjá MFM er einn besti fíknráðgjafi landsins að mínu mati.  Eins eru til tólf spora samtök sem leiðbeina fólki hratt og vel í bata. Bæði fólki með matarfíkn og aðstandendur þeirra sem kljást við fíkn.

Þú ert örugglega eins og margir aðrir aðstandendur búinn að segja honum það að hann borði of mikið á 200 ólíka vegu. Það virkar ekki og því getur þú sleppt tökunum á því. Hins vegar getur annar matafíkill aðstoðað manninn þinn. Því sá aðili þekkir staðinn og kann leiðina upp úr holunni.  Eins er til aðili sem getur aðstoð þig í átt að bata líka. Stjórnsemi er ein birtingamynd meðvirknis.

Bókin Codependence No More er frábær. Sjáðu hvort þú tengir ekki við það sem er sagt í henni sem aðstandandi. Þú þarft ekki að láta það vefjast fyrir þér hverskonar fíkn eiginmaðurinn er með. Margir ef ekki allir aðstandendur eru að fara í gegnum mjög svipaða hluti. Sama hvað efnið heitir sem makinn er að „fixa“ sig á. Gott er að hafa hugfast í þessu samhengi að hvítur sykur þykir jafn ávanabindandi og kókaín.

Gangi þér hjartanlega vel.

Kærar Elínrós.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR.

mbl.is