Misstum allt, en hann heldur áfram

Sá sem á mikið af eignum en fjárfestir með skuldsetningu ...
Sá sem á mikið af eignum en fjárfestir með skuldsetningu og steypir fjölskyldunni í vanda getur verið með undirliggjandi vandamál sem þyrfti að skoða. Sjúklegir fjárfestar eru til að mati Ölmu. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Alma Hafsteinsdóttir starfar sem fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi með áherslu á spilafíkn. Hér sendir kona inn fyrirspurn tengda eiginmanni sínum sem spilar djarft með fjárfestingar og fleira sem hann fjármagnar með skuldsetningu. 

Sæl Alma 

Mig langar að forvitnast varðandi manninn minn en í hruninu misstum við allt. Þá hafði hann verið að fjárfesta í alls konar verkefnum, hlutabréfum og gjaldeyri. Vandinn var sá þá að þetta var allt meira og minna fjármagnað með skuldum og við misstum allt okkar. Það sem veldur mér áhyggjum núna er að hann er byrjaður aftur. Þ.e. hann er að fjárfesta í alls konar verkefnum og eina sem ég tek eftir er að skuldirnar okkar eru að hækka. Hann virðist ekki geta einbeitt sér að einu verki heldur virðist hann vera út um allt og þetta virðist vera fjármagnað með lánum héðan og þaðan. Ég hef ótal sinnum reynt að fá hann til að setjast niður og skipuleggja þetta og setja niður á blað en hann kemur sér alltaf undan því og verður pirraður og reiður og segist hafa þetta undir stjórn. Það lítur út fyrir að hann sé að fá lán fyrir þessu flestu og er að nota fjármagn til að redda sér fyrir horn hér og þar. Einnig hef ég áhyggjur af því að lítið af þessum fjárfestingum virðast skila sér til okkar fjölskyldunnar og hann virðist aldrei hafa tíma til að eyða með mér og börnunum, eins og hann noti þetta til að forðast að eyða tíma með okkur. 

Er mögulegt að hann sé í raun spilafíkill og sé háður spennunni við að halda þessu öllu á floti? Er hægt að vera sjúklegur fjárfestir?

Kveðja M.

Alma Hafsteinsdóttir starfar sem fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi með áherslu á ...
Alma Hafsteinsdóttir starfar sem fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi með áherslu á spilafíkn.

Sæl M. 

Spilafíkn er mjög falinn sjúkdómur og fólk sem verður fyrir áhrifum sjúkdómsins áttar sig oft ekki á hvað er að gerast. Skilin á milli að fjárfesta og vera fjárhættuspilari eru mjög oft óljós. Í ljósi sögu ykkar þar sem þið hafið misst allt ykkar vegna skulda er mjög eðlilegt að þú hafir áhyggjur og mjög eðlilegt að fjármál fjölskyldunnar séu skýr og allt uppi á borðunum. Mín reynsla er að ef fólk er að fjármagna mikið með lánum og jafnvel að borga skuldir með nýjum lánum og færa lánað fjármagn milli skulda þá er yfirleitt eitthvað athugavert í gangi, hið minnsta þá er tilefni til að skoða hvað sé að gerast. Helstu einkenni spilafíknar eru að fólk verður mjög upptekið af og eyðir óeðlilegum tíma í fjárhættuspil eða eins og í ykkar tilfelli þessi verkefni. Einnig myndar einstaklingur þol og það þýðir að hann þarf að eyða meiri pening og tíma í „verkefnið“ og það sem nægði honum hér áður virkar ekki núna og því þarf hann að fjárfesta hærri upphæðir og/eða vera með fleiri verkefni. Þú talar einnig um að hann verði reiður og pirraður og kemur sér undan að ræða hlutina við þig og það er einmitt eitt af einkennum spilafíknar og það er flótti og vilja ekki tala af hreinskilni um vandann eða í hið minnsta um raunstöðuna. Því ef hann hefur stjórn og yfirsýn yfir fjármálin ætti ekki að vera vandi að setjast niður og útskýra stöðuna fyrir þér og hvernig verkefnunum miðar áfram. 

Ef þú finnur að eitthvað óeðlilegt er í gangi fylgdu þá innsæi þínu því yfirleitt þegar aðstandendur finna slíkt þá því miður reynist það rétt. Fólk sem verður fyrir áhrifum spilafíknar áttar sig oft ekki á hvað sé að gerast þar sem ekki er hægt að finna lykt eða sjá það á fólki, en finna má einkenni spilafíknar yfirleitt fyrst á fjármálunum og ef fjármálin eru óljós, óskýr eða óeðlileg ráðlegg ég þér að leita aðstoðar til að komast að því hvort maðurinn þinn sé að kljást við spilafíkn. Það er til spurningalisti sem aðstoðar fólk við að finna út hvort það eigi við spilavanda að etja og set ég hlekk hér fyrir þig til að sjá og vonandi færðu hann til að setjast niður með þér og svara þeim spurningum. 

Gangi þér vel og mundu að það er mjög eðlilegt að þú hafir áhyggjur og ef þið eruð með sameiginleg fjármál þá er það eðlilegasta mál að þið séuð bæði upplýst og meðvituð um eignir og skuldir og stöðu fjárhags ykkar. 

Kær kveðja,

Alma Hafsteins 

spilavandi.is

mbl.is

Burðastu með „tilfinningalega“ þyngd

10:25 „Algengustu setningarnar sem ég heyri frá konum sem ég hef verið með í heilsumarkþjálfun er: „Mér var sagt að það sé næstum ómögulegt fyrir mig að grennast út af aldrinum, efnaskiptin verða svo hæg.“ „Ég get bara ekki losnað við aukakílóin síðan ég eignaðist börn og það er víst mjög algengt.” Meira »

Tók hús systur sinnar í nefið

05:00 Ofurfyrirsætan Kate Upton ákvað að koma stóru systur sinni á óvart með því að gera upp hús hennar í Flórída ásamt innanhúshönnuði. Meira »

Gefandi að hjálpa fólki að finna sér heimili

Í gær, 21:00 Guðbjörg Guðmundsdóttir rekur fasteignasöluna Fjölhús ásamt Thelmu Víglundsdóttur. Þær eru engir venjulegir fasteignasalar því þær taka að sér að stílisera íbúðirnar fyrir sölu. Meira »

Svona býr einn frægasti arkitekt í heimi

Í gær, 18:00 Einn frægasti arkitekt í heimi, Frank Gehry, flutti nýverið í nýtt hús enda níræður. Húsið er þó ekki hefðbundið frekar en annað sem Gehry kemur að. Meira »

Svona undirbýrðu húðina fyrir stóra daginn

Í gær, 14:00 Flestir vilja líta sem best út á brúðkaupsdaginn en gott er að byrja með góðum fyrirvara að hressa upp á húðina og hárið til að fyrirbyggja öfgar stuttu fyrir stóru stundina. Meira »

Hvað þarftu að eiga til að geta keypt?

Í gær, 11:00 Það getur verið snjallt að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn til að brúa bilið í fasteignakaupum. Með smá aga og góðri yfirsýn ætti flestum að takast að spara fyrir innborgun á nokkrum árum. Meira »

Armbeygjurnar sem koma Hudson í form

í gær Leikkonan Kate Hudson gerir armbeygjur sem fær fólk til að svitna við það eitt að horfa á hana framkvæma þær. Þjálfarinn kallar æfinguna nöðruna. Meira »

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

í fyrradag Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

í fyrradag „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »

Svona hefur gardínutískan þróast

í fyrradag Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa. Meira »

„Ég var feit sem barn“

21.4. Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. Meira »

Vertu í þínu pínasta pússi um páskana

20.4. Óþarfi er að kaupa nýjan fatnað fyrir páskahátíðina. Fylgihlutir geta verið það eina sem þarf til.   Meira »

Þetta ljúga konur um í kynlífi

20.4. Fæstir eru 100 prósent heiðarlegir við bólfélaga sína. Konur ljúga ekki endilega til um kynferðislega ánægju.  Meira »

Arnar Gauti mætti á nýja staðinn í Mosó

20.4. Blackbox opnaði nýjan stað í Mosfellsbæ og áður en staðurinn var formlega opnaður mættu Arnar Gauti, Ásgeir Kolbeins, Jóhannes Ásbjörnsson, Hulda Rós Hákonardóttir, Skúli á Subway og fleiri til að smakka. Meira »

Þetta er hollasta fitan sem þú getur borðað

20.4. Krabbamein er algeng dánarorsök sem einkennist af stjórnlausum vexti fruma í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í Miðjarðarhafslöndum er í hlutfallslega minni hættu á að fá krabbamein og sumir hafa getið sér þess til að ólífuolía hafi eitthvað með þetta að gera. Meira »

Klæddu þig upp á í kjól um páskana

20.4. Ljósir rómantískir kjólar eru í tísku þessa páskana. Gulur er að sjálfsögðu vinsæll litur á þessum árstíma. En fleiri litir koma til greina. Meira »

Andlega erfitt að grisja og flytja

20.4. Listakonan Anna Kristín Þorsteinsdóttir hefur enga tölu á því hversu oft hún hefur flutt um ævina en síðustu tíu árin hefur henni þó tekist að skjóta rótum á sama stað. Meira »

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

19.4. Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »

Ætlar að nýta páskana í að mála

19.4. Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum.  Meira »

Maja heldur kolvetnalausa páska

19.4. Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Meira »

Getur verið að tengdó sé spilafíkill?

19.4. Ég hef staðið manninn minn að því að vera lána föður sínum peninga og oftar en ekki skila þessir peningar sér ekki. Ég hef reynt að ræða þetta við hann og alltaf segist hann sammála mér og hann ætli að hætta þessu en svo næsta sem ég veit að þá er hann búinn að lána honum meira. Meira »