Heldur alls staðar fram hjá með fyrrverandi

Maðurinn hefur verið að halda fram hjá með fyrrverandi kærustu.
Maðurinn hefur verið að halda fram hjá með fyrrverandi kærustu. mbl.is/Thinkstockphotos

„Fyrrverandi kærastan mín hættir ekki að birtast í lífi mínu og ég get ekki hætt að falla fyrir henni aftur og aftur. Við stundum kynlíf alls staðar og ég hugsa sífellt um það. Ekkert af þessu myndi skipta máli ef ég væri ekki kvæntur og ætti tvo litla stráka. Ég hef verið kvæntur í sex ár og ég er 36 ára. Konan mín er 34. Þessi fyrrverandi kærasta sem ég er að hitta er jafngömul mér og býr við heimilisofbeldi. Þegar við áttum í sambandi var hún líka að hitta manninn sem hún giftist að lokum,“ skrifar maður sem vill bjarga hjónabandinu og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

„Svo hitti ég konuna mína og þegar ég horfi til baka kveið ég hjónabandinu. Ég stundaði frábært kynlíf með minni fyrrverandi í bílnum mínum bara viku fyrir brúðkaupið. Hún hafði aftur samband við mig fyrir ári og sagði að hún væri óhamingjusöm og vildi ræða málin. Ég vissi að það myndi leiða til kynlífs en ég fór og passaði að vera með smokk á mér. Ég held að ég hafi logið því að sjálfum mér að við myndum bara tala um vandamál hennar. Þetta hefur verið í gangi síðan þá. Þegar henni líður illa biður hún mig um að hitta sig sem endar með kynlífið. Að lokum sagðist hún ætla að skilja svo ég sagði eiginkonu minni að ég héldi að hjónabandið væri ekki að ganga upp. Planið var að slíta því og byrja með kærustunni. Það gekk hins vegar ekki eftir. Mín fyrrverandi segist elska mig og vill hitta mig en segir að alvörusamband myndi ekki virka. Þetta þýðir að ég er búinn að rústa hjónabandinu, eiginkona mín er óánægð og ég á í hættu að missa allt fyrir ekkert. Mér líður eins og ég sé tilgangslaus fyrir utan það að ég er góður faðir.“

Framhjáhaldið vildi ekki byrja með manninum og eiginkonan óánægð.
Framhjáhaldið vildi ekki byrja með manninum og eiginkonan óánægð. mbl.is/Getty Images

Ráðgjafinn segir manninum að hann geti enn bjargað hjónabandinu og fjölskyldunni. Hann þurfi þó að hætta að hlaupa til þegar fyrrverandi kærastan smellir fingrum.

„Hún er með þig í bandi án möguleika á alvörusambandi. Hættu að hitta hana. Hún er manneskjan sem hún er og sýnir engin merki um að hún muni breytast. Þú getur reynt að nálgast eiginkonu þína aftur. Fullvissaðu hana um hversu mikið hún og synir ykkar þýða fyrir þig. Segðu henni að þú sért miður þín að hafa valdið þessari þjáningu. Þú þarft ekki mig til að segja þér að það að gera sambandið gott aftur er best fyrir strákana.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál