Leyndarmálið bak við góða typpamynd

Það skiptir máli hvernig typpamyndir eru teknar.
Það skiptir máli hvernig typpamyndir eru teknar. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er aldrei sniðugt að senda typpamynd óumbeðið, aldrei. Að því sögðu þá eru auðvitað til einstaklingar sem vilja fá mynd senda af lim elskhuga. Pör eiga það til dæmis til að senda myndir af prívatsvæðum sínum og í þeim tilvikum er gott að vita hvað virkar og hvað ekki eins konur fóru yfir í viðtali við Men's Health

Ein kona benti mönnum á að reyna ekki að gera typpið stærra en það er. Fólk sæi í gegnum það. Vill hún meina að speglamynd af nöktum manni sem er nýkominn út úr sturtu sé örugg leið til þess að senda typpamynd. Með því að strjúka móðuna af speglinum má auðveldlega mynda typpið. Margar konur eru sammála með stærðina og vilja bara fá raunsanna mynd af manneskjunni. Einnig vilja margar fá mynd af typpi í fullri reisn. 

Önnur kona kann að meta listaverkið sem mannslíkaminn er og vill því fá mynd af öllum líkamanum en ekki bara typpinu. Fleiri eru sammála um að eitt lítið typpi geri ekki mikið en allur líkaminn geri meira. Segist ein kona elska að fá nektarmyndir sendar frá kærastanum. 

Sjónarhornið skiptir máli og mælir önnur kona ekki með því að standa og taka myndina beint niður. Mælir hún frekar með því að menn taki myndina á hlið og þeir taki myndina eins og þeir séu að koma við sig. Önnur kona er sammála um að mynd af manni koma við lim sinn sé betri en mynd af einmana typpi. 

Svo eru til fólk sem vilja helst ekki sjá typpi þegar það fær typpamynd. Ein kona segist helst ekki vilja sjá typpi þegar menn senda typpamynd. Vill hún frekar sjá magavöðvana eða bumbu ef því er að skipta og kannski örlítið af rassinum. 

Kona bendir á að ef hún sendi góða mynd þá vilji hún fá gott efni sent til baka. Það að fá senda mynd af typpi hangandi út úr nærbuxunum í skítugu baðherbergi er ekki málið. 

Gott er að fá leyfi áður en typpamynd er send.
Gott er að fá leyfi áður en typpamynd er send. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is