„Orðin háð kynlífi og hef ekki stjórn“

Þráhyggja á sviði ástarmála sést oft ekki utan á fólki.
Þráhyggja á sviði ástarmála sést oft ekki utan á fólki. mbl.is/thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda. Hér fær hún bréf frá konu sem er háð kynlífi. Hún virðist ekki hafa stjórn á sér í þeim málum.

Sæl

Ég er farin að hafa verulegar áhyggjur. Svo virðist sem ég sé orðin háð kynlífi. Það er eins og ég hafi enga stjórn á mér og geti ekki stoppað mig í að fara út sum kvöld (næstum öll kvöld vikunnar) á bari eða skemmtistaði. Þetta byrjaði auðvitað mjög sakleysislega, ég bara ung og fjörug aðeins að sletta úr klaufunum. Venjan var að fara á bar, fá sér drykk og hitta myndarlegan mann og eitt leiddi að öðru. En eitt kvöldið (þegar ég var farin að gera þetta verulega reglulega) hitti ég engan mann sem hafði áhuga ... en ég hitti konu. Þetta var í fyrsta skipti sem ég stundaði kynlíf með konu en eftir þetta er mér sama hvort það er karlkyn eða kvenkyn sem ég fer heim með. Ég vil bara kynlíf.

Þetta er ekki eðlilegt. Ég þarf nauðsynlega hjálp.

Kveðja, S

Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sæl.

Mig langar að byrja á því að þakka þér fyrir hugrekkið að senda þennan póst. Það er aldrei auðvelt að viðurkenna eigin vanmátt. 

Þú lýsir þráhyggju í kynlíf og að þú sért farin á flakk með kynhneigð þína af þeim sökum. Ég mæli með að þú skoðir bækur eftir dr. Patrick J. Carnes. Out of the Shadows og Don't Call it Love. Mér finnst hann nálgast viðfangsefni sitt af miklum skilningi enda hefur hann áratuga reynslu sem sálfræðingur á þessu sviði. Hann byggir allt efni sitt á niðurstöðum rannsókna og út frá reynsluheimi þeirra sem hann hefur aðstoðað í gegnum árin. Ef þú tengir við það sem hann er að tala um gætirðu verið að upplifa fíkn á þessu sviði. 

Af því að þú sendir á mig geri ég ráð fyrir að þú viljir heiðarlega dómgreind að láni hjá mér.

Það sem ég mæli með er:

SLAA-fundir

Til eru 12 spora samtök sem takast á við þráhyggju í ástar- og kynlífsmálum. Samtökin heita SLAA (www.slaa.is). Þar býðst að fá leiðbeinanda (e. sponsor) og taka 12 sporin. 

Hæfur ráðgjafi

Til eru hæfir sérfræðingar sem sérhæfa sig í að vinna með fólki sem upplifir stjórnleysi í ástar- og kynlífsmálum. 

Ég mæli alltaf með að fara í góða vinnu tengda því að setja mörk áður en farið er í að vinna í áföllum eða tilfinningum á þessu sviði. Það er mín persónulega skoðun. Með því að sjá fyrir sér eigin mörk, æfa sig í að setja þau og finna þægilega hvíld í daglegum aðstæðum má finna gott svigrúm til að skoða hvað liggur að baki.

Leiðin í bata

Fráhvörf frá ástar- og kynlífsfíkn eru sögð taka einhvers staðar á milli þrjár og fjórar vikur. Við lesum stundum um fólk sem fer í djúpa ástarsorg og vaknar síðan upp einn daginn og þá er dagurinn öðruvísi, lífið breytt og hlutirnir betri. Það er þannig sem fólk lýsir því að vakna upp af fráhvarfstímabilinu. 

Fíkn er að mínu mati ekkert skrímsli. Það er bara aðeins öðruvísi að takast á við þann sjúkdóm en marga aðra, því batinn felst í uppgjöfinni, heiðarleikanum og að hætta að reyna sjálfur og einn. 

SLAA-anorexía

Það er ágætt að minna á hér að bati við ástar- og kynlífsfíkn er ekki talinn felast í að fara í hinar öfgarnar og neita sér um allt. Þess vegna er þín dómgreind og viska svo mikilvæg.

Dr. Patrick J. Carnes er ötull við að tala um þá sem fara í hinar öfgarnar, sem dæmi prestur sem neitar sér um allt og missir sig svo í að fara yfir mörk kvenna sem eru í sókninni hans.  Læknirinn sem hjálpar sjúkum á daginn en missir sig svo í að sýna sig í stofuglugganum á kvöldin. Hann talar um þessi mál af þekkingu. Með virðingu og af mildi. 

Það er mikið sjálfsvirðingarverkefni að leggja af stað í þetta ferðalag að finna réttu leiðina í bata fyrir þig. 

Gangi þér allt í haginn. 

Kveðja, Elínrós Líndal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is

Gestirnir farnir heim úr brúðkaupinu

21:04 Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir buðu nánustu fjölskyldu í brunch í hádeginu en annars eru gestirnir að tínast til síns heima. Meira »

Þetta segir Rut Kára um unglingaherbergið

18:00 Regluleg grisjun, úthugsað litaval og notaleg lýsing geta, að sögn Rutar Káradóttur, hjálpað til við að halda vistarverum unglingsins á heimilinu fallegum. Meira »

Hundurinn Koby ekki skilinn út undan

15:00 Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson hafa átt hundinn Koby síðan 2012. Koby leikur stórt hlutverk í lífi þeirra og er með sitt eigið #kobygram Meira »

Íslenskur matur hjá Gylfa og Alexöndru

12:07 Brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram við Como-vatn á Ítalíu í gær. Íslenskir kokkar sáu um matinn. Meira »

Þórunn Antonía flutt í Hveragerði

11:00 Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er flutt í Hveragerði eftir að hafa verið búsett í 101 Reykjavík um langa hríð.   Meira »

Flogið með þessa út til að skemmta

05:00 Flogið var með landsþekkta skemmtikrafta til Ítalíu til að halda uppi stuðinu í brúðkaupi Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Meira »

Sjáðu brúðarkjól Alexöndru Helgu

í gær Alexandra Helga Ívarsdóttir gekk að eiga Gylfa Þór Sigurðsson við Como-vatn á Ítalíu fyrr í kvöld. Hún klæddist glæsilegum hvítum kjól. Meira »

Kjólarnir í brúðkaupi Gylfa og Alexöndru

í gær Óhætt er að segja að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur sé brúðkaup ársins, allavega það sem af er ári. Þau giftu sig fyrr í kvöld við Como-vatn á Ítalíu. Meira »

Mikið af áhugaverðu húsnæði í pípunum

í gær Reikna má með að þykja muni mjög eftirsóknarvert að búa í þeim hverfum og byggingarreitum sem eru á teikniborðinu eða jafnvel komin á framkvæmdastig. Gunnar Sverrir Harðarson segir að þar verði að finna húsnæði við allra hæfi. Meira »

Hvað get ég gert til að fá sléttari húð?

í gær „Ég er 35 ára og hugsa mjög vel um húðina mína. Langar þó að fá hana aðeins sléttari og líflegri. Hef skoðað á netinu og þar er oft minnst á Dermapen. Hvað er það? Myndi það henta mér?“ Meira »

Svona æfir ungfrú heimur

í gær Olivia Culpo sem var valin ungfrú heimur árið 2012 er í svakalegu formi. Hún sýnir nokkrar æfingar sem hjálpa henni með formið. Meira »

Mariam og Heiðar Helguson trúlofuð

í gær Íslenski fótboltamaðurinn Heiðar Helguson og Mariam Sif Vahabzadeh eru trúlofuð. Hann bað hennar í Tyrklandi og verður brúðkaup þeirra næsta sumar. Meira »

Gróðurhúsið besta fjárfestingin

í fyrradag Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði hefur unun af því að bæta samfélagið í kringum sig. Hún er mikill garðunandi og segir að lífsgæðin hafi aukist mikið þegar hún fékk gróðurhús í garðinn. Meira »

Eliza Reid er umhverfisvæn og smart

14.6. Forsetafrú Íslands, Eliza Reid, leggur upp úr því að vera fallega klædd en líka hagsýn og umhverfisvæn. Hún klæddist glæsilegum bleikum kjól þegar hún og eiginmaður hennar, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tóku á móti Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands, og frú Elke Büdenbender á Bessastöðum. Áður en boðið var til Hátíðakvöldverðar á Kolbrautinn í Hörpu buðu forsetahjónin gestunum á Bessastaði þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson lék fyrir gesti. Meira »

Útsýnishús við Háuhlíð komið á sölu

14.6. Háahlíð í Reykjavík er eitt fallegasta hús landsins. Um er að ræða fasteignina Háuhlíð 16 sem er 555 fm að stærð. Húsið var byggt 1955. Meira »

Forstjóri COS ánægð með Ísland

14.6. Fyrsta COS-verslunin á Íslandi var opnuð í síðustu viku en hún er við hið nýja Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur.  Meira »

Heiðrún Lind selur sína smekklegu íbúð

14.6. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur sett sína fögru íbúð á sölu.   Meira »

Vaknaðir þú öll bitin í morgun?

14.6. Landsmenn kvarta töluvert yfir bitum lúsmýs þessa dagana. Hvað er til ráða? Hvað getum við gert til að fyrirbyggja bit og hvað getum við gert þegar við vöknum útbitin? Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni segir að það sé mikilvægt að gera þetta. Meira »

Af hverju ákvað Oprah að léttast?

13.6. Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey ákvað að skrá sig í Weight Watchers eftir að læknar hennar sögðu henni að hún ætti á hættu að greinast með sykursýki eftir nokkur ár. Meira »

Þetta gerir Svali til að minnka sólarexemið

13.6. Svali fann leið til þess að meðhöndla sólarexemið sem hann er með en hann er búsettur á Tenerife.   Meira »

Hatarinn Matthías Tryggvi mætti á Grímuna

13.6. Matthías Tryggvi Haraldsson einn af fjöllistahópnum Hatara lét sig ekki vanta á Grímuna sem fram fór í gærkvöldi.   Meira »