„Þarf ég að eignast mann og börn?“

Konur sem eiga hvorki börn né maka þurfa að taka ...
Konur sem eiga hvorki börn né maka þurfa að taka ábyrgð á eigin lífshamingju. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Kona skrifar Elínrós Líndal ráðgjafa bréf þar sem henni gengur vel í lífinu en henni finnst samfélagið ekki samþykkja hana þar sem hún á ekki mann og börn. Hún biður um leiðir til að snúa við þessari hugsun hjá sér.

Sæl,

Ég er 30 ára kona og útskrifaðist með mastersgráðu úr háskóla fyrir nokkrum árum. Mér gengur mjög vel í lífinu, er í góðri vinnu og á mína eigin íbúð. Samt finnst mér ég fá þau skilaboð frá samfélaginu að ég sé ekki búin að afreka neitt í lífinu þar sem ég á hvorki mann né börn. Ég fór á reunion nýlega og flest bekkjarsystkini mín töluðu um börnin sín og barnauppeldið og ég skammaðist mín næstum fyrir að eiga ekki börn. Hvernig sný ég þessari hugsun við hjá sjálfri mér? Eða þarf ég bara að eignast börn og mann til að samfélagið samþykki mig?

Kveðja, T

Elínrós Líndal ráðgjafi.
Elínrós Líndal ráðgjafi. Ljósmynd/Saga Sig

Sælar.

Takk fyrir gott erindi og til lukku með lífið og þig!

Besta leiðin til að snúa þessari hugsun við er að spá bara ekkert í hvað aðrir eru að gera. Ég veit að þetta hljómar eins og ekkert mál. Ég átta mig hins vegar á að þetta er vinna. Hvert aldursskeið hefur samt sinn sjarma og ég get sagt þér af eigin reynslu að áratugurinn sem þú ert á var þannig hjá mér að ég var mikið að spá í hvað aðrir voru að gera. Á fertugsaldri var ég aðeins minna meðvituð og nú á fimmtugsaldri gæti mér ekki verið meira sama. 

Konur í þinni stöðu hafa það gott. Rannsóknir sýna það þó samfélagið sé aðeins á eftir með þessa hugsun. Ástæðan fyrir því að sjálfstæðar konur eru hamingjusamar er sú staðreynd að þið áttið ykkur á því að þið haldið á lyklunum að eigin lífshamingju. Ekki maðurinn ykkar eða börn. 

Þið takið ábyrgð á ykkur. Þið sofið að jafnaði lengur en kynsystur ykkar sem eru giftar/í sambúð og eiga börn. Þið sinnið áhugamálum ykkar, eruð lengur í ræktinni og fleira sem konur hafa minni tíma í sem eru að lifa kynhlutverk sitt á heimilinu. 

Að sjálfsögðu líður ykkur vel! Hverjum myndi ekki líða vel í ykkar stöðu?

Ætli samfélagið sé samt ekki bara að setja athyglina á mikilvægi þess að við höldum við kynstofni okkar. Að við séum í nánum tilfinningalegum tengslum hvort við annað og kannski má hugsa hlutina á aðeins annan hátt.

Þú ert ein og ert sátt við það. Síðan er til kona sem er kannski alltaf á föstu, hún fær eflaust einhverjar athugasemdir hvað kærastinn hennar heitir í þetta skiptið. 

Ég trúi því að gullni meðalvegurinn sé að lifa tilganginn sinn en að maður geti verið í góðu sambandi líka. Ef þig langar í samband einn daginn áttu alveg að geta gert það án þess að missa sjálfstæði þitt eða hamingju.   

Það ætti engin kona eða maður að þurfa að fórna sér fyrir samband. Það er mikið verið að tala um tilfinningalega vinnu í þessum skilningi. Hvernig sem dæmi margir karlar hætta að vinna í sér þegar þeir hafa eignast konur, enda af hverju að borga fyrir ráðgjöf þegar maður hefur ókeypis ráðgjafa heima?

Þessi tilfinningalega ábyrgð (emotional labour), sem konur virðast vera að taka á maka sínum og börnum. Það að lifa kynhlutverkið kona heima og fleira virðist hafa áhrif á samkeppnishæfni kvenna á vinnumarkaðnum.

Góð mörk og heiðarleiki og sú hugsun að báðir aðilar í sambandi taki ábyrgð á sér er alltaf þessi gullni meðalvegur að mínu mati. Hið heilbrigða samband sem er laust við meðvirkni, stjórnun og undanlátssemi.

Það eru engar hindranir. Þú þarft ekki samþykki samfélagsins til að líða vel með þig. Farðu bara þinn veg og þá fer allt vel. 

Gangi þér vel. 

Kveðja, Elínrós Líndal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is

Flest erum við afleitir samningamenn

05:00 Aðalsteinn Leifsson segir að fólk nái miklu betri árangri í lífinu ef það er gott í samningatækni. Hann segir vont þegar fólk heldur að það sé bara ein leið í boði. Meira »

Heillaði alla í bláu ermunum

Í gær, 23:29 Cate Blanchett sannaði það í buxnadragt frá Alexander McQueen að svartar buxnadragtir þurfa ekki að vera leiðinlegar.   Meira »

Dr. Ruth er með lykilinn að góðu kynlífi

Í gær, 20:30 Ef þú vilt ráð frá Dr. Ruth, einum helsta sérfræðing sögunnar í kynlífi, þá ættir þú að vanda valið á makanum þínum. Að finna félaga sem þú getur treyst er lykillinn að góðu kynlífi. Meira »

„Ég tárast við ótrúlegustu aðstæður“

Í gær, 17:30 „Ég hitti t.d. nágrannakonu sem var að flytja í sveitina og hún bauð mér að líta inn fljótlega. Ég sagði takk og svo fóru tárin að streyma þarna í Nettó! Ég bara ræð ekki við þetta en óttast að fólk misskilja þetta þegar ég flóði í tárum að ástæðulausu.“ Meira »

Moore upplifði sig of þunga og neikvæða

Í gær, 14:30 Þrátt fyrir að vera ein þekktasta leikkona í heimi var Demi Moore ekki örugg með sjálfa sig hér á árum áður.   Meira »

Hinsegin útgáfa af Lundanum slær í gegn

í gær Epal hefur í samstarfi við hönnuðinn Sigurjón Pálsson bætt nýjum lunda á markað og kemur hann í takmörkuðu upplagi. Lundinn ber nafnið Puffin Pride og ber goggurinn liti regnbogans sem einkennir regnbogafánann sem notaður er við gleðigöngur hinsegin daga víðast hvar í heiminum. Meira »

Varð stríðsmaður ástarinnar eftir fyrsta áfallið

í gær Sara Oddsdóttir útskrifaðist með mastersgráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík nýverið. Hún starfar við andlega leiðsögn hjá Sólum. Meira »

Kynlífs-tékklisti hristir upp í kynlífinu

í fyrradag Kynlífs-tékklisti getur hrist upp í hlutunum í svefnherberginu og á sama tíma dregið úr pressunni á að hver stund sé lostafull. Meira »

Sunneva Eir í geggjuðum fíling

í fyrradag Sunneva Eir Einarsdóttir lét sig ekki vanta þegar sumarfestival Fjallkonunnar og Sæta Svínsins var haldið í gærkvöldi við mikinn fögnuð. Meira »

Þetta gerist ef þú borðar meira af rauðrófum

í fyrradag „Rauðrófur hafa orðið vinsælar sem ofurfæða á undarförnum árum, vegna rannsókna sem benda til að rauðrófur, duft úr þeim og rauðrófusafi geti bætt árangur líkamsræktarmanna, lækkað blóðþrýsting og aukið blóðflæði um líkamann.“ Meira »

Íslendingar vinna með auglýsingahönnuði Nike

í fyrradag Fatahönnuðurnir Ýr Þrastardóttir og Alexander Kirchner ætla að leggja land undir fót að kynna nýtt vörmerki sitt sem bar nafnið Warriör. Þau kynna nýtt kvikmyndaverk og verða með Pop-up verslun um helgina þar sem fólk getur nálgast vörurnar þeirra. Meira »

Bauð upp á Bæjarins bestu í sextugsafmælinu

16.8. Sigurbjörn Magnússon hélt upp á sextugsafmæli sitt með miklum glæsibrag á dögunum. Boðið var upp á Bæjarins bestu í afmælinu enda eru þær í miklu uppáhaldi hjá afmælisbarninu. Meira »

Ástand húðarinnar hefur áhrif á sjálfstraustið

16.8. Bryndís Alma Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Húðfegrunar. Hún býr í Sviss ásamt fjölskyldu sinni og kemur reglulega til landsins. Hún segir jafnrétti kynjanna á ólíkum stað í löndunum og reynir að innleiða það besta sem hún sér úti hérna heima. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira »

Með rúlluna á veitingastaðnum

15.8. Leikkonan Courteney Cox lætur húðumhirðuna ekki mæta afgangi ef marka má myndir af henni nota andlitsrúllu á veitingastað í New York nýlega. Meira »

Svona losnar þú við „ástarhöldin“

15.8. Það eru margir sem vilja losna við hliðarspikið. Hvort virkar betur að gera planka eða uppsetur?  Meira »

12 lífsstílsráð til heilbrigðis

15.8. „Það eru nokkur persónueinkenni sem virðast fylgja þeim sem taldir eru afar heilbrigðir einstaklingar (ef þeir eru til á annað borð til) og það er sama hvar mig ber niður hvað þetta málefni varðar þá koma upp sömu atriði aftur og aftur hjá þeim sérfræðingum sem telja sig geta sagt okkur hvað heilbrigði er.“ Meira »

Tóku frumskógarþemað alla leið

15.8. Systurnar Cara og Poppy Delevingne eru svo nánar að þær búa saman í einstöku húsi í Los Angeles.   Meira »

„Ég var stressuð og sveitt í lófunum“

15.8. Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir er stödd í Osló í Noregi þessa stundina þar sem sjónvarpsþátturinn Beforeigners var frumsýndur í gær. Ágústa Eva klæddi sig upp fyrir rauða dregilinn og segir hún að þetta sé hennar fyrsta gala-frumsýning. Meira »

Skilnaður er einn af stærstu álagsþáttunum

15.8. „Skilnaður er svo miklu meira en orðið gefur til kynna. Skilnaður er einn stærsti álagsþáttur sem getur komið upp í lífi einstaklinga og fylgir þessu ferli mikil sorg,“ segir Þórey Kristín Þórisdóttir, klínískur sálfræðingur og markþjálfi, en hún skrifar reglulega pistla á Smartland. Meira »

„Þetta er mannorðsmorð fyrir mig“

15.8. „Mig vantar svör við því hvað ég á að gera þegar móðir barns er að segja barninu að ég hafi verið vondur við það og hana? Móðir byrjar sem sagt að segja þetta við barnið nokkru eftir skilnað. Ég er ekki líffræðilegur faðir barnsins en ól barnið upp frá unga aldri. Barnið er stálpað í dag, ekki komið á unglingsaldur.“ Meira »

Einstakur stíll Lauren Hutton

14.8. Það sem gerir stíl Lauren Hutton einstakan er sú staðreynd að það klæðir sig engin eins og hún. Hún hefur lítið breyst með árunum og heldur vel í það sem henni finnst fallegt. Meira »