Kvöldrútína Kardashian-West-hjónanna

Kim Kardashian og Kanye West eru samstillt hjón.
Kim Kardashian og Kanye West eru samstillt hjón. mbl.is/AFP

Kim Kardashian og Kanye West fara ekki í partý öll kvöld eftir að börnin þeirra fjögur eru farin að sofa. Í rauninni mætti segja að kvölrútína hjónanna er engan veginn jafnspennandi og líf þeirra virðist stundum líta út fyrir að vera. 

Í ítarlegri umfjöllun um feril West í Forbes kemur fram að hjónin enda daginn uppi í rúmi þar sem þau skiptast á skoðunum og bera saman bækur sínar. Þau eru þó ekki bara í djúpum samræðum þar sem á meðan horfir Kardashian á sjónvarpsþætti um sönn sakamál. West hins vegar sýnir henni frumgerðir af hönnun sinni á meðan áhorfinu stendur.  

Fundirnir í svefnherberginu virðast gefa vel en veldi hjónanna heldur áfram að vaxa. Nú síðast kynnti Kardashian nýjan aðhaldsfatnað þó svo nafnið hefði ekki hlotið góðan hljómgrunn. West hannaði til dæmis pakkningarnar fyrir aðhaldsfatnaðinn. „Hann hefur kennt mér sem manneskju að gefa aldrei eftir og virkilega eigna mér hluti,“ sagði raunveruleikastjarnan um eiginmann sinn. „Áður var ég algjör andstæða. Ég henti nafni mínu á hvað sem er.“

Hjónin Kanye West og Kim Kardashian.
Hjónin Kanye West og Kim Kardashian. mbl.is/AFP
mbl.is