Píkuprump - vandræðalegt en eðlilegt

Píkuprump er vandræðalegt.
Píkuprump er vandræðalegt. mbl.is/Thinkstockphotos

Það getur margt vandræðalegt gengið á í kynlífi. Eitt af því vandræðalegasta, allavega fyrir konur, er píkuprump. Píkuprump er eitt af því sem getur verið alveg ótrúlega vandræðalegt að spyrja út í. 

Smartland setur alltaf lesendur sína í forgang og svarar því hér með, já píkuprump er eðlilegt og nei það er voða lítið sem þú getur gert í því. 

Píkuprump er ekki eins og annað prump, það er, líkaminn framleiðir það ekki þegar þú ert ekki að stunda kynlíf. Það myndast þegar einhverju eru þrýst upp í leggöngin, annað hvor lim, gervilim eða öðru. 

Það er þó misjafnt hversu mikið prump kemur eða hversu oft. Sumar stöður eru verri en aðrar, hundastellingin er til dæmis sérstaklega slæm. Stundum kemur meira prump þegar þú stundar kynlíf með einhverjum í fyrsta skipti, eða í fyrstu skiptin þar sem þið eruð ekki alveg vön hvort öðru. 

Grindarbotnsæfingar geta minnkað líkurnar á prumpi eitthvað, en þó ekki mikið. Það sem helst gæti hjálpað, er að hafa fingur eða leikfang inni í leggöngunum á meðan skipt er um stellingu. 

Annars er píkuprump fullkomlega eðlilegt og ekkert til að skammast sín fyrir. Heldur eitthvað til að hlæja að, svona í hita leiksins. 

Píkuprump getur verið skoplegt.
Píkuprump getur verið skoplegt. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is