Kynlíf giftra betra en einnar nætur gaman

Konur sem eru í samböndum eru ánægðari með kynlíf sitt …
Konur sem eru í samböndum eru ánægðari með kynlíf sitt en þær sem eru í óformlegum samböndum. mbl.is/Thinkstockphotos

Stundum er talað um að kynlíf í hjónaböndum sé leiðinlegt. Staðreyndin er hins vegar sú að kynlífið er betra hjá konum í samböndum en hjá þeim sem stunda einnar nætur gaman. Grasið er greinilega ekki alltaf grænna hinum megin. 

Vísindamenn við Flórída-háskóla spurðu eitt þúsund konur á aldrinum 18 til 71 árs út í kynlíf þeirra að því er kemur fram á vef Men's Health og var þetta meðal þess sem kom í ljós. Konur í langtímasamböndum fengu 15 prósent oftar fullnægingu en konur sem stunduðu einnar nætur gaman. Þær voru einnig 10 prósent ánægðari með kynlíf sitt. 

Aðalrannsakandinn segir að að meðaltali séu konur ánægðari með kynlífið þegar þær eru skuldbundnar öðrum aðila en þegar þær eru ekki í hefðbundnum samböndum. 

Kynlíf hjóna þarf ekki að vera leiðinlegt.
Kynlíf hjóna þarf ekki að vera leiðinlegt. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is