Íslenskur heimilisfaðir er að gefast upp á jólunum

Margir upplifa líklamleg einkenni meðvirknis um jólin.
Margir upplifa líklamleg einkenni meðvirknis um jólin. mbl.is/Unsplash

El­ín­rós Lín­dal ráðgjafi svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá karlmanni sem er að bugast við tilhugsunina um jólin. Hann segir að stundum séu þau hjónin á barmi örmögnunar eftir hátíð ljóss og friðar. 

Sælar

Ég er karlmaður rétt skriðinn yfir fimmtugt sem er að upplifa alveg nýjar tilfinningar um þessar mundir. Málið er að ég vinn mikið og hef gert það á undanförnum árum. Ég er giftur og eigum við þrjú börn. Tvö þeirra eru í háskóla og flutt að heiman og eitt barnanna er aðeins yngra. 

Það sem ég er að berjast við eru tilfinningar um að vilja gera jólin öðruvísi. Hingað til hefur allt farið á hvolf á heimilinu í kringum hátíðirnar og við hjónin á barmi þess að þurfa innlögn eftir boð, jólagjafakaup og allskonar stress.

Þegar ég nefni þetta heima fæ ég frekar lélegar viðtökur. En er eðlilegt að fá líkamleg streitueinkenni í byrjun jóla?

Hvað get ég gert til að reyna að hægja á neyslu og stressi yfir hátíðirnar. Er nauðsynlegt að taka allt út úr skápnum og þrífa fyrir jólin?

Jólaboðin eru vanalega við hjónin að taka til og elda, setja á borðið, vaska upp og örmagnast vanalega seinna um kvöldið. Við eigum stóra fjölskyldu og fólk vill vanalega halda hlutina hjá okkur. Ég fæ líkamleg einkenni við að hugsa um að þetta sé að fara að gerast!

Eins erum við oft í þrjá mánuði að ná fjármálunum í lag eftir þennan tíma. Er það eðlilegt?

Kveðja, einn þreyttur xxx

Elínrós Líndal ráðgjafi.
Elínrós Líndal ráðgjafi. Ljósmynd/Saga Sig

Sæll og takk fyrir að senda inn bréfið.

Mér finnst ekki eðlilegt að upplifa þau einkenni sem þú upplifir á þessum tíma og verðugt verkefni fyrir þig að skoða málin frekar. 

Ég held að mun fleiri en þú heldur, séu að upplifa þessi líkamlegu einkenni meðvirkni og séu á barmi örmögnunar um jólin. Að vera fastur í viðjum vanans og kvíða fyrir hátíð ljóss og friðar er ekki heilbrigt að mínu mati. 

Það sem ég mæli með að þú gerir er að þú gefir þér góðan tíma til að skoða hvernig draumajól væru í þínum huga. Hvar værir þú staddur? Hvað myndir þú vilja gera á jólunum? Hvað fer alltaf yfir mörkin þín á þessum tíma? Af hverju? Hvað ertu ánægður með?

Út frá þessum lista myndi ég skrifa niður hvað þú ætlar að gera (topphegðun) og hverju þú ætlar að sleppa (botnhegðun).

Ég mæli með að fólk skoði meðvirkni, læri að setja heilbrigð mörk og stundi opin kærleiksrík tjáskipti sérstaklega á milli nýárs og jóla (e 357 daga ársins) og læri síðan að njóta og haga sér vel um jólin. Þegar ég tala um að haga sér vel þá meina ég gagnvart sjálfum sér fyrst og síðan öðru fólki. 

Fólk er farið að breyta talsvert til þegar kemur að jólunum og fleiri að leyfa sér að hugsa aðeins út fyrir kassann. Sumir fara utan í frí á skíði. Aðrir leggja áherslu á samveru og að gefa athygli um jólin. Matur og þrif ætti ekki að vera megin fókus jólanna að mínu mati og ef þú spyrð mig þá eru jólin mín sem dæmi án sykurs og áfengis. Eins finnst mér þemaboð skemmtileg, sem dæmi vegan-boð, þar sem allir koma með einn rétt með sér. 

Þar sem börnin ykkar eru að vaxa úr grasi og jafnvel komin með maka, þá gætu svona þemaboð verið áhugaverð leið fyrir ykkur að kynnast börnum ykkar, tengdabörnum og þeim siðum sem eru að myndast í fjölskyldum yngri kynslóða. Það kæmi þér á óvart að vita hvað er að breytast með komandi kynslóðum þegar kemur að mat.

Þegar allir koma með eitthvað frá sér er auðveldara að setja ábyrgð á fleira fólk í hópnum. Að ganga frá sem dæmi er létt verk þegar allir taka þátt í því.

Ég mæli með því að þegar fólk ætlar í svona breytingar að það geri það á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Boðum þegar kemur að stórfjölskyldunni mætti breyta í Pálínuboð - með því að segja að ykkur langi til að smakka uppáhaldsrétti hinna líka. 

Góð náttföt og skemmtileg bók, góð spil og fleira er eins góð fjárfesting um jólin. 

Hver veit nema að stórfjölskyldan muni upplifa skemmtilegri boð með ykkur, orkumiklum og ánægð um jólin. 

Það er mikill sparnaður sem verður þegar allir leggja eitthvað til, eins verður vanalega minna um matarsóun, þar sem fólk tekur matinn sinn með sér heim aftur. Ég mæli með að gera fjárhagsáætlun um jólin og að gefa peninga og kannski litlar gjafir með er besta leiðin til að standa við slíkar áætlanir. 

Kveðja, Elínrós Líndal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál