Er hægt að hafa tvo skiptastjóra í dánarbúi?

Ljósmynd/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu varðandi skiptastjóra. 

Góðan daginn Sævar Þór,

Mig langaði að vita hvort það sé skylda að fá skiptastjóra þegar erfingjar eru fleiri en einn og hvort það megi fá skiptastjóra eingöngu fyrir innbúið, ekki fasteignina, því öll kunnum við að deila með fjölda barnanna. Einnig langar mig að vita hver kostnaðurinn er að fá skiptastjóra.

Kær kveðja, NN

Sævar Þór Jónsson, lögmaður/MBA og eigandi Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson, lögmaður/MBA og eigandi Sævar Þór & Partners.

Sæl NN. 

Um dánarbú er fjallað í lögum nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Lögin gera ráð fyrir tveimur aðferðum við dánarbússkipti, annars vegar svokölluð einkaskipti og hins vegar opinber skipti. Í tilviki einkaskipta eru það erfingjarnir sem fá leyfi sýslumanns til þess að ganga frá skiptum dánarbúsins sjálfir. Einkaskipti geta aftur á móti ekki farið fram nema allir erfingjar séu á einu máli. Hver sem er úr hópi erfingja getur farið fram á opinber skipti og þarf ekki nema einn til og skiptir þá ekki máli hvort arfstilkall viðkomandi sé hverfandi eða mikið. Lögin gera ekki ráð fyrir að hluti dánarbús sé tekinn til opinberra skipta á meðan hluti þess fari í gegnum einkaskipti, önnur hvor leiðin verður að vera valin. Oft byrja skipti í einkaskiptum en enda í opinberum skiptum, t.d. ef ágreiningur kemur upp um skiptin á meðal erfingja. Um kostnað vegna opinberra skipta er eriftt að segja og fer það eftir umfangi skiptanna. Skiptastjórar eru skipaðir úr röðum lögmanna og vinna þeir hver eftir gjaldskrá sinnar stofu. Skiptastjórum ber þó skv. lögum nr. 20/1991 að halda kostnaði vegna opinberra skipta í lágmarki.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR.        

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál