Er elskhuginn úr fortíðinni skúrkur?

Fólk þarf rými til að fóta sig í ástarlífinu. Að …
Fólk þarf rými til að fóta sig í ástarlífinu. Að alast upp í umhverfi þar sem leyfilegt er að viðkomandi taki ábyrgð á eigin ákvörðunum er alltaf mikilvægt að mati ráðgjafa. mbl.is/Unsplash

El­ín­rós Lín­dal ráðgjafi svar­ar spurn­ing­um len­senda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem hefur áhyggjur af ástarlífi dóttur sinnar. Hún veltir því fyrir sér hvort það sé eðlilegt að vilja vera í samskiptum í gegnum netfang en ekki samfélagsmiðla svo dæmi séu tekin. 


Takk fyrir ráðleggingar fyrir fram.

Fyrir tæplega 20 árum var dóttir mín skiptinemi erlendis. Hún var að deita strák sem átti heima í skólabænum. Sambandið var samt stutt. Hún kynntist honum því ekkert náið, en hefur alltaf verið hrifin af honum veit ég.                                                                                                                               

Hún fann hann svo á Facebook um daginn og vill vera í sambandi við hann, en hann gaf henni upp netfangið sitt í staðinn fyrir að eiga samskipti á Facebook sem hún er ekki enn búin að samþykkja og símanúmer sitt sem ekki er feik.                                                
Mér finnst eitthvað spúkí við þetta, en hún virðist hrifin af honum enn og því blind á þetta. Ég er búin að finna út að hann er ekki giftur. Við vitum ekkert hvort hann er heiðarlegur eða ekki, við hvað hann starfar eða hvort hann muni gefa um sig réttar upplýsingar.                                                           

Skyldi það vera algengur skúrkaháttur með samskiptaform að biðja um netfangssamskipti?                                                                                                          

Finnst þér ekki eitthvað varhugavert við þetta? Skrítið að vilja ekki hafa samskiptin á Facebook finnst mér.                                                                                                    

Besta kveðja,

Elínrós Líndal ráðgjafi.
Elínrós Líndal ráðgjafi. mbl.is/Saga Sig

Sæl og til hamingju með dótturina.

Hún er greinilega að finna út leið til að æfa sig með góðum félaga í lífinu. Nei mér finnst ekki skrítið að hafa samskiptin í gegnum netfang. Ef ég er spurð, mæli ég með því að fólk sé sem minnst að eyða tímanum á samfélagsmiðlum. Mín reynsla er sú að fólk getur verið í markalausu daðri og þvaðri þar í mörg ár án þess að nokkuð gagnlegt komi út úr því.

Ég myndi alltaf mæla með að þú treystir því að þau átján ár sem þú hafðir til að ala dóttur þína upp hafi dugað til að hún geti staðið á eigin fótum og lært m.a. að fóta sig í ástarlífinu án ótta frá umhverfinu.

Það er eðlilegt að hún þurfi að prófa sig áfram, fái að reka sig á og læri en haldi síðan áfram og finni góðan félaga sem hún getur siglt í lífsins ólgusjó með. Lífið er aldrei svart eða hvítt. Fólk er sjaldnast einungis vont eða gott. Veistu hvað ég á við?

Ef þú vilt hafa umhverfið í kringum hana sem heilbrigðast, þá mæli ég með því að þú reynir af fremsta megni að skipta þér sem minnst af hennar málum, nema að hún biðji þig um aðstoð. 

Það er ómögulegt fyrir mig að vita hvort herramaðurinn sé góður maður í grunninn. Karlar og konur eru alls konar og allir að fást við eitthvað. Ef dóttir þín er skynsöm stúlka, ræktar sjálfa sig og kemur úr heilbrigðu umhverfi, þá er lítið að óttast. Hún mun ekki þurfa að fara djúpt ofan í samband með þessum karlmanni, til að vita og skilja hvort hann henti henni vel í lífinu.

Ef hins vegar þú óttast að hún verði sér að voða af því að hún hefur verið að nota karlmenn til að meiða sig með hingað til þá mæli ég með því að þú finnir þér góðan ráðgjafa að vinna með. Til að geta verið hluti af bata hennar en ekki partur af því sem er ekki að virka í lífinu um þessar mundir hjá henni.

En í grunninn er ég á þeirri skoðun að foreldrar ættu ekki að hafa skoðun á ástarlífi fullorðinna barna sinna. Heldur frekar að setja fókusinn á sig, vera heilbrigð og lifandi fyrirmyndir fyrir börnin sín, sama á hvaða aldri þau eru. 

Gangi þér alltaf sem best, Elínrós Líndal

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR.                                                                       

mbl.is