Ætla að eiga gott kynlíf árið 2020

Kanye West og Kim Kardashian eiga fjögur börn saman og …
Kanye West og Kim Kardashian eiga fjögur börn saman og leggja rækt við sambandið. mbl.is/AFP

Ef marka má götublaðið The Sun ætla Kanye West og eiginkona hans Kim Kardashian West að leggja sitt af mörkum til að endurheimta neistann í sambandinu, þá sér í lagi þegar kemur að kynlífinu á þessu ári. 

Fregnar herma að West-hjónin hafi verið að vaxa í sundur eftir trúarlega uppvakningu Kanye West og í kjölfar fæðingar Psalm í maí á síðasta ári. 

Þau ku vera í ráðgjöf vikulega vegna þessa þar sem þau fá tækifæri til að útkljá málin með sérfræðingi, sem aðstoðar þau við að berskjalda sig og tjá sig betur. Vegna þessa hafa samskiptin þeirra á milli orðið betri sem leiðir athyglina að því sem er ekki að gerast í svefnherbergi hjónanna. Þau hafa leitað á náðir kynlífsráðgjafa með málið sem aðstoðar þau nú með leiðir til að kveikja neistann aftur sín á milli í kynlífinu. 

West-hjónin eru þekkt fyrir að fara í ráðgjöf þegar eitthvað kemur upp á. Slík ráðgjöf bjargaði hjónabandi þeirra fyrir nokkrum árum er haft eftir heimildarmanni blaðsins. Þau binda því miklar vonir við ráðgjöfina að þessu sinni. 

Kim Kardashian West er sögð eiga erfitt með hversu opinskátt Kanye West tjáir sig um alla hluti. Hann ku vera að ganga í gegnum virkilega erfiða tíma eins og er og er hún vanmáttug að veita honum stuðning í því. 

„Það reynir virkilega á hana hversu mikið hann sveiflast í skapi og hversu óstöðugur andlega hann hefur verið að undanförnu,“ segir heimildarmaðurinn.

Kardashian-systirin hefur ráðið hóp af ráðgjöfum sem eru til taks allan sólarhringinn fyrir eiginmann hennar. Ef ástand hans þykir á gráu svæði kallar hún teymið inn á heimilið. 

West-hjónin giftu sig árið 2014 og eiga dæturnar North, sex ára, og Chicago, tveggja ára, sem og synina Saint, fjögurra ára og Psalm sem er átta mánaða. 

View this post on Instagram

Christmas Eve 2019

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Dec 26, 2019 at 7:32am PST

mbl.is