Sigtryggur vill ekki kvænast en vill erfa sambýliskonu

Sigtryggur vill ekki kvænast en er þó að velta fyrir …
Sigtryggur vill ekki kvænast en er þó að velta fyrir sér erfðamálum. Ljósmynd/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manni sem vill ekki kvænast en vill þó hafa erfðarétt. Fer þetta tvennt saman? 

Sæll,

Ég og sambúðarkona mín til 18 ára, erum í skráðri sambúð, eigum saman 2 börn, erum bæði skráð jafnt fyrir húsinu okkar, en erum ógift, erum sátt þannig og viljum ekki gifta okkur.
Hvernig er auðveldast fyrir okkur að gera hinu lífið sem léttast í sambandi við erfðamál ef annað fellur frá, án þess að giftast.

Kv. Sigtryggur

Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Komdu sæll Sigtryggur

Engin heildarlög gilda um skráða sambúð og því eru reglur um réttaráhrif hennar mismunandi eftir málaflokkum. Erfðalögin gera til að mynda ekki ráð fyrir því að erfðaréttur stofnist milli einstaklinga í skráðri sambúð og sambúðarmaki á ekki rétt að því að sitja í óskiptu búi. Af þessu leiðir að einstaklingar í sambúð, sem vilja tryggja sambúðarmaka sínum hlutdeild í eignum eftir sinn dag, þurf annað hvort að hafa eignir skráðar á báða sambúðaraðila ellegar gera erfðaskrá.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál