Konur sem báðu um hönd eiginmanna sinna

Karlmenn fá líka trúlofunarhringi.
Karlmenn fá líka trúlofunarhringi. mbl.is/Colourbox

Nýlega var greint frá því að Hótel Rangá ætlaði að bjóða öllum þeim pörum sem trúlofa sig á hótelinu 29. fe­brú­ar fría gistingu ef það er kona sem fer á skeljarnar. Konur biðja maka sinna nú í auknum mæli og er sögur þeirra bæði fallegar og rómantískar. Á vef Cosmopolitan má finna nokkrar slíkar sögur. 

Ein kona sagði Cosmpolitan að hún hefði heyrt frá dóttur sinni að maðurinn hennar væri að fara á skeljarnar. Konan beið og beið en ekkert gerðist. Hún tók því málin í eigin hendur. Eitt kvöld þegar þau lágu í faðmlögum spurði hún hvort hann vildi giftast sér. Þau áttuðu sig bæði á því að hún hefði hugsað mikið út í af hverju hann væri ekki búinn að biðja hennar. Maðurinn vildi einnig reyna að biðja hennar á fullkominn hátt. 

Önnur kona skipulagði bónorð sitt með hálfs árs fyrirvara. Hún ákvað að nýta ferð til Hawaii sem hún fór í með tengdafjölskyldu sinni til þess að fara á skeljarnar. Hún fékk ljósmyndara og tónlistarmann til liðs við sig og bað um leyfi tengdafjölskyldu sinnar. Hún lét til skarar skríða þegar hún plataði kærastann í myndatöku undir því yfirskini að hún væri að hjálpa vini. Hún fór niður á annað hnéð og kærastinn fór að gráta og sagði já.

Konur þurfa ekki endilega að bíða eftir langþráðu bónorði.
Konur þurfa ekki endilega að bíða eftir langþráðu bónorði. Getty images

Önnur kona sagði Cosmopolitan frá því að hún hefði alltaf verið einu skrefi á eftir kærasta sínum. Hann sagði eitt sinn við hana að hann væri viss um að hana langaði til að gifta sig ef hún myndi taka fyrsta skrefið og biðja hans. Nokkrum mánuðum seinna áttaði hún sig á því að hún væri tilbúin og ákvað að biðja hans. Hún skipulagði fjölskyldumyndatöku á ströndinni með dætrum þeirra og bað hans. Eiginmaður hennar var hæstánægður með gjörðina. 

Önnur kona lýsir því að eiginmaður hennar hafi alltaf svarað því þannig að hann myndi gifta sig þegar hún væri tilbúin eða með jafnréttisathugasemd. Að lokum fór svo að hún keypti hring. Eldaði mat fyrir hann og kveikti á kertum. Hún bað svo um að fá að halda ræðu. Átti hún í erfiðleikum með að komast í gegnum alla ræðuna en náði þó að komast í gegnum hana. Að lokum tók hún fram hring, bað eiginmann sinn um að kvænast sér og hann sagði já. 

mbl.is