Átti meiri eignir fyrir hjónaband. Hvað gerist við andlát?

Ljósmynd/Unsplash

Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners. Hann svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manni sem veltir fyrir sér erfðarétti. 

Blessaður Sævar. 

Vonandi getur þú svarað spurningu minni er varðar erfðarétt einstaklinga.

Ég og kona mín erum gift og eigum bæði uppkomin börn frá fyrra hjónabandi, en engin börn sameiginlega. Fjárhagsaðstæður okkar voru mjög ólíkar þegar við giftumst og var því gerður kaupmáli okkar á milli og honum þinglýst. Nú er sá sem spyr spurninga handhafi séreignar í hjúskapnum og vantar að vita hvort erfingjar þess sem er ekki handhafi séreignar geti gert tilkall í séreignina við andlát?

Kveðja, K

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæll K. 

Um fjármál hjóna er fjallað í hjúskaparlögum nr. 31/1993. Samkvæmt lögunum er miðað við að við stofnun hjúskapar verði þær eignir sem hvort hjóna kemur með í hjúskapinn svonefnd hjúskapareign sem skiptist jafnt milli hjóna við skilnað eða andlát annars þeirra. Ef óskað er eftir að eign sé ekki hjúskapareign þarf að gera hana að séreign svo sem með kaupmála. Að meginstefnu koma séreignir ekki til skipta við skilnað milli hjóna eða milli annars þeirra og erfingja hins nema sérstakar heimildir leiði til annars, sbr. 1. mgr. 74. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993.

Séreignir falla þar af leiðandi utan búsetuleyfis að öðru hjóna látnu, sbr. 1. mgr. 11. gr. erfðalaga nr. 8/1962. Við andlát maka í þessum tilvikum á hvorki langlífari maki né erfingjar hans nokkuð tilkall til séreignar hins látna líkt og gildir almennt um hjúskapareignir. Af þessu leiðir að erfingjar hins látna skipta milli sín séreignum hans í samræmi við ákvæði erfðalaga nr. 8/1962.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál