Laðast ekki kynferðislega að eiginkonunni

Neistinn er horfinn.
Neistinn er horfinn. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Eftir aðeins fimm ára hjónaband á ég erfitt með að laðast kynferðislega að eiginkonu minni. Þegar við vorum að byrja að hittast vorum við óð í hvort annað, en margt hefur breyst síðan við gengum í hjónaband. Fyrir utan kynlífið okkar eigum við mjög gott samband. Að því sögðu hefur sýn mín á heiminn breyst og persónuleiki minn líka vegna áhrifa frá henni. Ég trúi því innnilega að ég sé betri maður fyrir vikið, hún er rosalega góð og hlý manneskja, en gæti það útskýrt breytinguna á kynferðislegri löngun minni? Mér líður eins og við séum of náin og lík. Ég eyði mestum mínum tíma og tala bara við hana, ég á eiginlega ekkert félagslíf. Ég veit ekki hvernig ég get lagað þetta, en þetta er að drepa mig. Mér líður eins og ég sé minni maður og líður illa þegar ég laðast að öðrum konum eða horfi á klám,“ skrifar ráðþrota lesandi The Guardian og biður um ráð frá kynfræðingi þeirra. 

Ráðgjafinn Pamela Stephenson Connolly virðist hafa komið auga á vandræði mannsins og segir það líklegast vera rétt hjá honum að þau séu of lík. 

„Þið eiginkona þín hafið áreiðanlega orðið of lík til þess að stunda gott kynlíf. Þú gætir einnig verið pirraður innst inni yfir breytingunum sem konan þín olli hjá þér, sem getur haft mikil áhrif á kynhvötina. Þú gætir þurft að endurheimta sjálfan þig og það sem gerir þig sérstakan, það gæti haft góð áhrif á kynhvötina hjá ykkur báðum. Til þess að þið laðist bæði að hvort öðru þurfið þið að líta á hvort annað sem aðskildar persónur. Ef þið vitið alltaf hvað hin manneskjan er að hugsa getur það tekið spennuna og misteríuna úr hlutunum og neistinn slokknar. Finndu þér einhverja aðra dægrastyttingu en að tala við eiginkonu þína og reyndu að eignast einn eða tvo vini. Stattu við þína skoðun í rifrildum. Segðu hvað þér býr í brjósti með virðingu og heiðarleika. Það er kannski þversagnarkennt, en gott kynlíf kemur aftur þegar þið eruð aðskilin sem einstaklingar og ekki jafn tilfinnilegalega náin.“

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál