Leigjandinn neitar að fara - hvað er ráða?

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manneskju sem er í vandræðum því viðkomandi losnar ekki við leigjanda sinn. 

Góðan dag,

ég keypti sumarbústaðarlóð með gömlu húsi á fyrir nokkrum árum. Ég yfirtók leigusamning sem fyrverandi eigandi hafði leigt lóðina og húsið með föstum leigusamningi þ.e.a.s. leigutimabilið var tilgreint með föstum dagsetningum. Nú ári áður en leigutíma skildi vera lokið sendi ég leigutaka bréf þess efnis að ég mundi ekki framlengja leigutímabilið og að ég ætlaði að nota mína eign sjálfur, en þá kom babb í bátinn því leigutaki neitar að fara og segist eiga einhvern rétt til þess að vera þarna um einhvern óákveðinn tíma. Hvað segja lögin um þetta?

Kveðja, J

Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæl. 

Í lögum nr. 75/2008 er fjallað ítarlega um form og efni samninga um leigu á lóð undir frístundahús, um hvað slíkir samningar eiga að fjalla og með hvaða hætti samskiptum leigutaka og landeiganda skuli háttað.

Í 10. gr. laganna er fjallað um uppsögn samning og tilkynningar um leigulok. Samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins skal leigusali eigi síðar en tveimur árum fyrir lok tímabundins leigusamnings senda leigutaka tilkynningu þar sem bent er á áætluð samningslok og hvetja leigutaka til að hefja viðræður við sig um áframhald leigu eða lok hennar.

Í 11. gr. laganna er svo fjallað um framlengingu samnings. Þar segir í 2. mgr. að hafi samningar ekki náðst einu ári fyrir lok tímabundins leigusamnings og tilkynningar samkvæmt 10. gr. ekki verið sendar innan þeirra tímamarka sem þar er getið þá gildi leigusamningurinn í tvö ár frá því tímamarki, þ.e. samningurinn framlengist um eitt ár miðað við umsamin leigulok.

Hafir þú ekki sent tilkynningu samkvæmt ofangreindu og innan þeirra tímamarka sem ákvæðin setja, þá er ekki loku fyrir það skotið að samningurinn sem þú tókst yfir, muni framlengjast um eitt ár frá umsömdum leigutíma.

Kær kveðja, 

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál