Nýi eiginmaðurinn er langrækinn

Nýi eiginmaðurinn er ferlega langrækinn.
Nýi eiginmaðurinn er ferlega langrækinn. Getty images

Nýgift kona komst að því að eiginmaður hennar er langrækinn og gleymir engum rifrildum. Nú hafa þau ekki stundað kynlíf í nokkurn tíma af því að hún sagði fyrir framan fjölskyldu hans að hann tæki ekki þátt í heimilisverkunum. Hvað er til ráða?

„Kæra E. Jean. Það eru ekki tveir mánuðir liðnir síðan við komum heim úr brúðkaupsferðinni okkar og eiginmaður minn neitar að stunda kynlíf með mér. Ástæðan er sú, og ég var tvær vikur að uppgötva ástæðuna, að ég sagði í gríni fyrir framan fjölskylduna hans að hann „gerði ekki rassgat á heimilinu“. Hann byrjaði að tala um þetta umræðuefni. Við ætluðum að eignast börn fljótlega þar sem við erum bæði 38 ára, en núna er ég að velta fyrir mér hvort ég vilji vera gift einhverjum sem á leyndarmál, er langrækinn og leikur sér að svona mikilvægu sambandi. Kveðja frá einni sem hélt hún hefði gifst karlmanni en ekki eiginkona á 6. áratugnum.“

E. Jean ráðgjafi Elle gefur henni góð ráð.

„Mín kæra kona, þvílíkir fávitar sem karlmenn geta verið. Að því sögðu ættir þú að biðja hann afsökunar. Hann er viðkvæmur. Hann hélt að hjónaband væri ein lögn Super Bowl-helgi og allt í einu áttar hann sig á því sem er ætlast til af honum. Hann er barnalegur, og já þú verður að ala hann upp. En hér er ein regla: aldrei rífast um heimilisverk. Það drepur ástríðuna. Finndu ungan háskólanema og greiddu honum fyrir að þrífa húsið ykkar tvisvar í viku. Hjónaband á að vera skemmtilegt. Fyrirgefðu honum og haltu áfram. Og ef það gengur ekkert hjá þér að siða hann til? Gerðu það sem Katrín mikla gerði við eiginmann sinn, Pétur 3. Rússakeisara: Komdu honum fyrir kattarnef og láttu eins og þú hafir ekki hugmynd um hvernig það bar til.“

mbl.is