Hvernig skiptist eignin við skilnað?

Ljósmynd/Unsplash

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manneskju sem veltir fyrir sér hvað gerist við skilnað ef annar aðilinn er bara skráður fyrir fasteign í þeirra eigu.

Hæ!

Hjón kaupa íbúð, hann er bara skráður fyrir íbúðinni en bæði hjónin fyrir lánum. Hvernig virkar það við skilnað? Er það 50/50?

Kveðja, B

Sæl B.

Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæl.

Algengast er að eignir hjóna séu svokallaðar hjúskapareignir. Um leið og stofnað er til hjúskapar verða þannig allar eignir maka að hjúskapareignum viðkomandi nema hjónin hafi gert sérstakar ráðstafanir eða lög standi til annars. Þannig geta hjón gert sérstakan formbundinn samning sín á milli sem kallast kaupmáli og með honum stofnað til séreigna sem falla utan skipta við skilnað. Meginreglan við fjárskipti milli hjóna er á hinn bóginn svonefnd helmingaskiptaregla. Samkvæmt henni á hvor maki um sig tilkall til helmings úr skýrri hjúskapareign hins. Af fyrirspurn þinni má ráða að íbúðinni yrði skipt eftir framangreindri helmingaskiptareglu þar sem um hjúskapareign er að ræða. Breytir engu í þeim efnum þótt maðurinn sé þinglýstur eigandi eignarinnar.

Kveðja,

Sævar Þór Jónsson Lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari Þór spurningu HÉR. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »