Útgöngubannið drap kynhvötina

Ástandið í heiminum hefur haft mikil áhrif á samband parsins.
Ástandið í heiminum hefur haft mikil áhrif á samband parsins. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Kona sem er búin að vera í sambandi í 18 mánuði er búin að missa kynhvötina á meðan útgöngubanninu. Kærastinn hennar missti líka kynhvötina og nú veltir hún fyrir sér hvort sambandið sé dauða dæmt. Hún leitar á náðir ráðgjafa Guardian sem gefur henni góð ráð. 

„Ég er búin að vera með kærastanum mínum í 18 mánuði. Við stunduðum kynlíf reglulega en upp á síðkastið höfum við átt erfitt með að tengjast tilfinningalega þegar við stundum kynlíf. Þegar við byrjuðum að búa saman í byrjun útgöngubannsins, þá byrjaði vandamálið að stækka, og kynhvötin hans minnkaði mjög mikið. Í hvert skipti sem ég reyndi að sofa hjá honum neitaði hann mér og það olli því að ég missti mína kynhvöt. Núna erum við algjörlega búin að missa löngunina í kynlíf. Eru þetta endalok sambandsins?“

„Kórónuveiran hefur svo sannarlega ógnað líkamlegri heilsu okkar og á vissan hátt hefur hún haft mikil áhrif andlega heilsu, sérstaklega þegar fólk er í útgöngubanni. Ekki dæma manneskjuna eða sambandið út frá því hvernig þið hagið ykkur á þessum erfiðu tímum. Andleg heilsa hefur mikil áhrif á kynhvötina svo það kemur ekki á óvart að kærastinn þinn hafi misst hana. Skortur á löngun helst í hendur við þunglyndi, kvíða, hræðslu og aðrar tilfinningar sem tengjast ástandinu sem við erum í. Eins getur það haft áhrif á hæfileikar okkar að tengjast öðrum tilfinningaböndum, þannig að þú ættir ekki að búast við því að þetta ástand muni halda áfram eftir að heimsfaraldrinum líkur. Gerðu þitt besta til að vera í sambandinu og vera örugg, þegar þetta er búið þá ættuð þið að gefa ykkur tíma til að enduruppgötva hver þið eruð saman, án útgöngubannsins,“ segir Pamela Stephenson Connolly, ráðgjafi Guardian.

mbl.is