Stjörnur sem eru sundur og saman

Justin Bieber og Hailey Bieber.
Justin Bieber og Hailey Bieber. AFP

Mörg pör eiga það til að hætta saman og byrja saman aftur og endurtaka jafnvel leikinn nokkrum sinnum. Stjörnurnar eru nokkuð duglegar að leika þennan leik eins og fram kemur í samantekt á vef Us Weekly. 

Justin og Hailey Bieber

Tónlistarmaðurinn Justin Bieber og fyrirsætan Hailey Bieber voru sundur og saman á árunum 2015 til 2016. Þau byrjuðu svo aftur saman í júní 2018 og giftu sig stuttu seinna. 

Megan Fox og Brian Austin Green 

Leikararnir Megan Fox og Brian Austin Green giftu sig árið 2010. Þau eignuðust tvo syni. Leikkonan sótti um skilnað árið 2015 en hætti við. Hjónin eignuðust svo þriðja og yngsta son sinn árið 2016. Hjónabandið gekk þó ekki og í maí greindi Green frá skilnaði. 

Megan Fox og Brian Austin Green.
Megan Fox og Brian Austin Green. AFP

Gigi Hadid og Zayn Malik

Ofurfyrirsætan og tónlistarmaðurinn byrjuðu að vera saman árið 2015. Þau hættu hins vegar saman árið 2018 en byrjuðu aftur saman stuttu seinna. Í janúar árið 2019 voru þau enn og aftur hætt saman. Þau byrjuðu aftur saman í byrjun árs og eiga nú von á barni saman. 

Gigi Hadid ásamt kærasta sínum Zayn Malik.
Gigi Hadid ásamt kærasta sínum Zayn Malik. skjáskot/Instagram

Ryan Seacrest og Shayna Taylor

American Idol-kynnirinn Ryan Seacrest og fyrirsætan Shayna Taylor byrjuðu saman í þriðja skiptið á átta ára tímabili fyrr á árinu. Talsmaður Seacrest greindi frá því í sumar að þau væru enn og aftur hætt saman. 

Ryan Seacrest var sundur og saman með Shaynu Taylor í …
Ryan Seacrest var sundur og saman með Shaynu Taylor í átta ár. AFP

Kendall Jenner og Ben Simmons

Fyrirsætan og NBA-stjarnan byrjuðu að hittast árið 2018. Nokkrum mánuðum seinna voru þau hætt saman. Þau byrjuðu þó aftur saman en í maí 2019 hættu þau aftur saman. 

Kendall Jenner byrjaði tvisvar með körfuboltakappanum Ben Simmons.
Kendall Jenner byrjaði tvisvar með körfuboltakappanum Ben Simmons. AFP

Katy Perry og Orlando Bloom

Söngkonan og Hollywoodleikarinn byrjuðu að hittast árið 2016 en hættu saman eftir tíu mánaða samband. Stuttu seinna byrjuðu þau þó aftur saman. Þau trúlofuðu sig í febrúar árið 2019 og eiga nú von á barni saman. 

Orlando Bloom og Katy Perry.
Orlando Bloom og Katy Perry. AFPmbl.is