Er heiðarleikinn alltaf bestur?

Vill maður skemma stemminguna með því að deila misjafnri fortíð …
Vill maður skemma stemminguna með því að deila misjafnri fortíð sinni? mbl.is

Ættir þú að segja nýjum maka að þú hafir haldið framhjá í fyrri samböndum? Þessari spurningu varpaði stefnumótasérfræðingur fram á dögunum og svörin komu á óvart. 

Louanne Ward sambandssérfræðingur spurði fylgjendur sína á Facebook hvort heiðarleiki væri alltaf bestur í nýjum samböndum. Margir voru þess sinnis að þegar stofnað væri til sambands þá væri það líkt og að byrja með hreinan skjöld. Ekki þyrfti að fara út í smáatriði fyrri sambanda. Aðrir voru á öðru máli og töldu best að vera hreinskilinn um allt.

„Nei, maður á ekki að segja neitt. Það er rugl að sannleikurinn sé sagna bestur. Sannleikurinn getur sært. Eins og maður segir ekki eiginkonunni sinni að hún sé feit og svo framvegis,“ sagði einn aðspurðra.

Ward segir upplifun sína vera sú að karlmenn eru almennt hreinskilnari um sína kynlífssögu en konur. „Að vera gagnsær og taka ábyrgð á gjörðum sínum er meira aðlaðandi en að forðast að segja sögu sína. Það gefur hinum aðilanum frelsi til þess að velja hvort það angri hann eða ekki,“ segir Ward.

„Ef einhver getur ekki tekið þér eins og þú ert á fyrri stigum sambands þegar allt er spennandi þá eru litlar líkur á að hann geri það þegar á líður.“

mbl.is