Kærastinn vill bara kynlíf ekki samband

Kærastinn hefur bara samband þegar hann vill sofa hjá konunni.
Kærastinn hefur bara samband þegar hann vill sofa hjá konunni. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég og kærastinn minn eigum frábærar stundir í rúminu en hann hefur bara samband ef hann vill stunda kynlíf. Ég er búin að fá nóg af því. Við kynntumst á netinu. Hann er 31 árs og skilinn og ég er einstæð móðir. Þetta var fullkomið í fyrstu. Hann var heillandi og sagði: „Ég er laus í kvöld. Komdu til mín.“ Ég reyndi að koma því þannig fyrir að stelpan mín væri hjá pabba sínum og kærastinn minn opnaði vínflösku og við stunduðum kynlíf.

Ég endaði á því að kvarta og fyrir útgöngubann lofaði hann að fara með mig á almennilegt stefnumót. Hann sagðist vilja fara út að borða með mér. Tilhugsunin um það hélt mér gangandi. Eftir tilslakanir hefur hann kólnað. Við skipuleggjum stefnumót en hann hættir við á síðustu stundu þannig það gerist aldrei. Við stundum kynlíf og svo heyri ég ekkert frá honum í marga daga. Hann hefur verið að vinna heima og er upptekinn en hann svarar ekki þegar ég sendi honum skilaboð. Hann segist ekki alltaf sjá skilaboðin. Ég trúi honum en um daginn sá ég að hann fór út með vinum sínum þar sem hann birti myndir á Instagram. Um síðustu helgi átti ég afmæli og hann óskaði mér til hamingju og sagði: „Viltu eyða rómantísku kvöldi nú þegar þú ert mín?“ Hjartað á mér var við það að springa. Ég hljóp til hans um kvöldið en það var það saman. Við drukkum vín og stunduðum kynlíf. Nú eru þrír dagar liðnir og ég hef ekkert heyrt í honum. Vandamálið er að ég er mjög hrifin af honum. Ég get ekki sleppt honum. Ég hugsa um hann frá morgni til kvölds. Hann kemur mér í gegnum daginn en þetta er eins og einhliða samband,“ skrifaði kona sem vill meira út úr sambandinu og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun. 

Konan vill fá meira út úr sambandinu en kynlíf.
Konan vill fá meira út úr sambandinu en kynlíf. mbl.is/Getty Images

Ráðgjafinn bendir konunni á að því lengur sem hún leyfi þessu hegðunarmynstri að eiga sér stað því lengur mun maðurinn koma svona fram við hana. Ráðgjafinn hvetur konuna til þess að sætta sig ekki við þetta samband. 

„Segðu honum að nema að hann bæti sig og sýni að honum er alvara með sambandinu hætti kynlífið. Kannski er hann hræddur við skuldbindingu en þú verður að sýna honum að þú er einlæg hvað varðar að láta samband ykkar ganga. Haltu áfram að reyna að fara á almennilegt stefnumót með honum og ef hann hættir við einu sinni enn veistu að hann er ekki maðurinn fyrir þig.“

mbl.is