„Hef ég einhvern möguleika á slysabótum?“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá manni sem keyrði aftan á bíl. 

Sæll,

Ég er á fullri örorku og keyrði aftan á bíl af töluverðu afli. Ég er með tognun á hálsi og ekki hefur náðst árangur í sjúkraþjálfun. Hef ég einhvern möguleika á slysabótum?

Kveðja, V

Sævar Þór Jónsson lögmaður rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.
Sævar Þór Jónsson lögmaður rekur lögmannsstofuna Sævar Þór & Partners.

Sæll

Samkvæmt lögum um ábyrgðartryggingar ökutækja er það skylda ökutækjaeiganda að tryggja ökumann bifreiðarinnar. Sé bifreiðinni ekki ekið í algjöru heimildarleysi eða ökutækjatryggingin óvirk ert þú sem ökumaður bifreiðar alltaf tryggð/ur fyrir tjóni sem þú verður fyrir. Skiptir þar engu máli hvort þú ert sjálf/ur valdur að tjóninu.

Tryggingafélaginu ber þá að greiða bætur fyrir sjúkrakostnað, annað fjártjón, tímabundið atvinnutjón, þjáningarbætur, fyrir varanlegan miska og varanlega örorku að nánar tilgreindum skilyrðum uppfylltum.

Breytir þar engu hvort tjónþoli sé á fullri örorku fyrir slysið. Það getur hins vegar haft áhrif á ákvörðun fjárhæðar bóta í sumum bótaflokkunum, t.a.m. við mat á tímabundnu atvinnutjóni og varanlegri örorku.

Miðað við uppgefnar upplýsingar gætir þú því átt möguleika á bótum fyrir líkamstjón þitt.

Kær kveðja,

Sævar Þór Jónsson lögmaður/MBA

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Sævari spurningu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál