Kynlífið öðruvísi eftir þyngdartap

Konan leitar ráða eftir að hún tók eftir breytingu á …
Konan leitar ráða eftir að hún tók eftir breytingu á kynlífinu.

Kona sem léttist nýlega finnur fyrir breytingum í kynlífinu. Hún segir að hún finni minna fyrir getnaðarlim maka síns inni í sér og líður eins og hann fái ekki jafn mikið út úr kynlífinu og áður. Hún spyr ráðgjafa The Guardian um ráð. 

„Ég er 38 ára gömul kona í hamingjusömu sambandi til langs tíma. Ég hef aldrei fengið fullnægingu í gegnum leggöngin (bara í forleiknum) en hef samt notið þess. Nýlega þó hef ég varla neitt fundið fyrir því þegar við stundum kynlíf í gegnum leggöng, og ég held að maki minn hafi líka fundið fyrir því. Ég segi „held“ því ég þori ekki að spyrja hann beint út hvort ég sé „of víð“ eða ef hann finni einhverja breytingu (það er nógu vandræðalegt að spyrja að því). En ég get sagt þér að miðað við viðbrögðin frá honum að kynlífið er ekki eins og það var. Er þetta algengt vandamál hjá konum þegar þær eldast? Er eitthvað sem ég get gert? Ég er búin að léttast um 9 kíló, en ég hélt að kynlífið yrði betra með þyngdartapinu. Ég er búin að reyna nokkrar mismunandi stöður og er búin að gera æfingar til að styrkja grindarbotnsvöðvana síðustu vikur. Ég vona að þetta sé ekki viðvaranlegt ástand og ég muni aldrei njóta kynlífs í gegnum leggöng aftur.“

Pamela Stephenson Connolly svarar konunni. 

„Þetta er eitthvað sem þú verður að ræða við maka þinn. Feimni þín við að ræða þetta má ekki halda aftur af þér að finna lausn á þessu. Vertu nógu hugrökk til að tala við hann og ramma það þannig inn að þetta sé vandamál sem þið verðið bæði að finna lausn á kynlífsins vegna og líka vegna sambands ykkar. Fáðu hjálp frá honum til að finna út hverju hann hefur tekið eftir og hvernig það hefur haft áhrif á hann, hans getu til að hafa sáðlát. Hvað finnst honum raunverulega um að þú hafir lést? Reyndu að láta honum líða nógu öruggum með að segja þér það. Hann gæti þurft tíma til að venjast því. 

Byrjaðu samtalið á því að segja honum hversu mikið þú nýtur þess að stunda kynlíf með honum og að þú viljir varðveita það. Frá þínum sjónarhóli, þá getur þyngdartapið haft áhrif kynhvöt þína, til dæmis hormónasveiflur. Það gæti valdið því að þú þrútnar ekki eða verður ekki jafn blaut og vanalega, þú gætir talað við lækninn þinn um það. Það geta líka verið sálræn vandræði. Fyrir suma getur þyngdartap valdið vanlíðan, missi, kvíða eða minnt þá veikindi. Talið um þetta.“

Kynlífið er öðruvísi.
Kynlífið er öðruvísi. Ljósmynd/Getty Images
mbl.is