Ekki sofið hjá makanum í tvö ár

Karlmaðurinn hefur ekki stundað kynlíf með maka sínum í 2 …
Karlmaðurinn hefur ekki stundað kynlíf með maka sínum í 2 ár. Getty images

Karlmaður sem á erfitt með að vera náinn maka sínum leitar ráða. Hann á maka sem hann er búinn að vera með í 3 ár en þau hafa ekki stundað kynlíf í 2 ár. Hann fær hjálp frá ráðgjafa The Guardian

„Ég er 41 árs gamall maður og á erfitt með nánd, og ég á líka erfitt að tala um það. Í byrjun hvers sambands er ég mjög virkur kynferðislega, en þegar hlutirnir verða alvarlegir byrja ég að hörfa og fer inn í skelina mína. Þá finnst mér mjög erfitt að vera náinn, svo erfitt að ég vill ekki stunda kynlíf. Faðmlög og kossar eru í lagi, ég er ekki alveg frosinn tilfinningalega séð, en ég get ekki stundað kynlíf. 

Ég hef lent í því nákvæmlega sama með öllum kærustunum mínum. Ég er búin að takast á við það með að kenna maka mínum um eða sambandinu og svo hætti ég með henni. Ég er búinn að leita mér hjálpar vegna þunglyndis og atburða í fortíð minni, en ég hef aldrei náð að laga nándarvandamálið. Ég er búin að vera í sambandi í þrjú ár og við höfum ekki stundað kynlíf í tvö. Það er að eyðileggja sambandið sem er annars frábært.“

Pamela Stephenson Connolly, ráðgjafi The Guardian, svarar.

„Þú ert nú þegar búinn að vinna hálft verkið, ekki gefast upp núna. Að hafa þessa innsýn sem þú hefur fengið í gegnum sálfræðiaðstoðina er mjög mikilvægt skref, en núna þarftu að nýta það sem þú lærðir. Ég skil að þetta sé pirrandi, en reyndu að sýna þolinmæði á meðan þú vinnur verkið og byggir upp nándina skref fyrir skref og tekst á við hræðsluna. 

Sjálfshuggunar aðferðir virka. Hvað nákvæmlega gerist í höfði þínu og líkama þegar þú íhugar að stunda kynlíf með maka þínum? Lærðu að þekkja hugsanaferlið, kvíðann og líkamleg viðbrögð þín. Þú getur tekist á við þær með því að anda, stjórna kvíðanum og skipta hugsunum sem geta leitt til stórslysa út fyrir öruggar hugsanir - eða hvaða aðferð sem sálfræðingurinn þinn mælti með. 

Raunveruleg nánd byggist á því að taka áhættu, sýna annarri manneskju viðkvæmu hliðina þína og samþykkja ófullkomnu hlutina hjá hinni manneskjunni. Í þínu tilviki þarftu að læra að finnast þú öruggur með annarri manneskju. Þetta tekur tíma og þarfnast mikillar vinnu.“

Maðurin á erfitt með nánd.
Maðurin á erfitt með nánd. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál