Eina reglan sem Berry myndi aldrei brjóta

Halle Berry myndi aldrei byrja með fyrrverandi kærasta vinkonu sinnar.
Halle Berry myndi aldrei byrja með fyrrverandi kærasta vinkonu sinnar. AFP

Leikkonan Halle Berry er með skýrar reglur í ástamálum. Reglan sem hún myndi aldrei brjóta er að byrja með fyrrverandi kærasta vinkonu sinnar eða nokkurrar konu sem hún þekkti. 

Berry svaraði einlægum spurningum ásamt vinkonu sinni Lindsay Flores í þætti á Instagram nýlega. Aðdáandi spurði hana hvort hún myndi íhuga samband með fyrrverandi kærasta vinkonu sinnar. 

„Aldrei! Aldrei!“ hrópaði Berry upp yfir sig. „Ég myndi heldur aldrei vera með nokkrum fyrrverandi þínum,“ svaraði Flores. „Nei þú myndir ekki vilja það,“ svaraði Berry svo snaggaralega.

„Það er höfuðsynd. Þú byrjar ekki með fyrrverandi kærasta bestu vinkonu þinnar. Ef ég þekki þig rétt, þá er ég ekki að fara að byrja með neinum í fortíð þinni því það er bara ekki í lagi. Sálufélagi minn mun aldrei vera fyrrverandi kærasti neinnar sem ég þekki,“ sagði Berry. 

View this post on Instagram

A post shared by Halle Berry (@halleberry)

Halle Berry.
Halle Berry. AFP
mbl.is