Fjöldi fólks ekki stundað kynlíf í þrjú ár

Er ekkert að frétta í svefnherberginu?
Er ekkert að frétta í svefnherberginu? mbl.is/Getty Images

Ef þú hefur ekki stundað kynlíf síðan kórónuveirufaraldurinn byrjaði ertu líklega ekki eina manneskjan í þeirri stöðu. Fjöldi fólks hefur ekki stundað kynlíf í yfir þrjú ár. Kynlíf getur verið allt frá kossi yfir í samfarir. 

Kynlífsleikfangaframleiðandinn Lelo gerði könnun á meðal Breta árið 2020 að því er fram kemur á vef tímaritsins Red. Í könnuninni kom í ljós að 12 prósent Breta höfðu verið án kynlífs í þrjú ár. Fólk á aldrinum 31 árs til fertugs stundar mesta kynlífið og fólk á aldrinum 25 til þrítugs næstmest. 

Þreyta, andleg heilsa, neikvæð líkamsímynd, lítil kynhvöt, aldur og vinnuálag koma helst í veg fyrir að fólk stundi kynlíf.

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Bloggað um fréttina