Ekki búin að sofa saman í 10 ár

Hjónin hafa ekki stundað kynlíf í 10 ár.
Hjónin hafa ekki stundað kynlíf í 10 ár. Ljósmynd/Colourbox

Kona á sjötugsaldri hefur ekki stundað kynlíf með eiginmanni sínum í 10 ár. Hún elskar hann og langar til að byrja að stunda kynlíf aftur en veit ekki hvernig hún á að fá hann til þess. Hún leitar ráða hjá ráðgjafa The Guardian, Pamelu Stephenson Connolly.

„Ég er 60 ára og eiginmaður minn 62 ára. Við höfum ekki stundað kynlíf í 10 ár og eiginmaður minn segir að hann sjái ekki fyrir sér að við munum stunda kynlíf aftur. Er mögulegt fyrir karlmann sem hefur týnt kynhvötinni að finna hana aftur? Ef svo er, hvernig get ég hjálpað honum? Ég er búin að stinga upp á því að fara til læknis, eða að við fáum hjálp, en hann segir nei. Ég held það muni særa stoltið hans. Ég elska hann ótrúlega mikið og mig langar til að laga þetta.“

Ráðgjafinn gefur góð ráð og bendir konunni á að þau þurfi að svara stórum spurningum áður en þau fara að stunda kynlíf aftur. 

„Þér fórst að útskýra af hverju þig langar til að stunda kynlíf allt í einu núna, eftir 10 ár af engu kynlífi. Ástæðan er mjög mikilvæg, og gæti verið beintengd lausninni að vandamálinu. Það virkar á mig eins og þú hafir ekki verið uppfull af þrá í kynlíf öll þessi ár, en kannski hefur þú verið það. Hver sem ástæðan er, eða aðstæðurnar, þá áttu rétt á að taka þetta samtal núna og fá hjálp. Af hverju og hvernig þið hættuð að sofa saman til að byrja með er mikilvægur hluti af lausninni. 

Til dæmis vilja karlmenn hætta að stunda kynlíf ef þeir upplifa vandamál sem þeir hræðast eða eru líkleg til að vera vandræðaleg, eins risvandamál, sem er hægt að laga. Flestar ástæður fyrir því af hverju fólk vill ekki stunda kynlíf eru minniháttar vandamál sem hægt er að leysa, eins og þunglyndi, stress, kvíði, eða annar geðrænn kvilli. 

Stundum flækjast fordómar og skoðanir fólks á því að stunda kynlíf eftir miðjan aldur fyrir. Ýmislegt í sambandinu eða fjölskyldunni getur valdið þessu. Það sem mikilvægast er, það gæti verið ógreind líkamleg ástæðan fyrir þessu. Ekkert mun breytast nema þú krefjist breytinga. Bara það að þú viðrir áhyggjur þínar af heilsu hans getur verið nóg til að koma honum til læknis án þess að særa stolt hans.“

Konunni langar til að tendra neistann á ný.
Konunni langar til að tendra neistann á ný. Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál