Kynntust hvor annarri á Smitten

Gabríela Jóna Ólafsdóttir er ánægð að fólk er að finna …
Gabríela Jóna Ólafsdóttir er ánægð að fólk er að finna ástina í gegnum Smitten í dag.

Stefnumótaappið Smitten hefur fengið byr undir báða vængi fyrir útrás til Evrópu eftir að hafa lokað 330 milljóna króna fjármögnun. Stofnandi Smitten segir 26 þúsund Íslendinga hafa sótt appið og nokkur þúsund noti það á hverjum einasta degi, að stærstum hluta fólk undir þrítugu.

Er fólk að finna ástina á Smitten?

„Já, heldur betur. Sem dæmi hafði Steinunn María samband við okkur núna um miðjan júní og lét okkur vita að hún hafi kynnst ástinni eða kærustunni sinni hjá okkur á Smitten. Það er ótrúlega gaman að fá svona fréttir þar sem appið kom bara út í október síðastliðinn. Við gætum varla verið þakklátari fyrir móttökurnar en núna hafa 26 þúsund einstaklingar náð í appið og við vorum að landa 2,7 milljón dollara fjárfestingu en það var norræni sjóðurinn byFounders sem leiddi fjármögnunina. 

Hún sagði okkur að Smitten hefði virkað þar sem hún fékk að vita svo mikið um manneskjuna. Fara í leiki og fleira sem er áhugavert,“ segir Gabríela Jóna Ólafsdóttir hjá Smitten. 

Hvenær í ferlinu urðu þær spenntar fyrir hvor annarri?

„Um leið og þær sáu hvor aðra. Þær voru báðar með efasemdir en svo hittust þær og Steinunn María var hjá kærustunni í þrjár vikur eftir fyrsta hitting. Hún sagði að henni þætti það mjög fyndið hvernig þetta hefði gerst þar sem hún var alls ekki að leita sér að sambandi heldur meira að leika sér í appinu. Þær hittust einnig nokkrum mánuðum eftir að þær „mötchuðu“ sem virkaði vel fyrir þær. 

Ég vona að við fáum fleiri svona sögur til að deila með fólki um stefnumótaforritið okkar,“ segir Gabríela Jóna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál