„Kærastinn horfir á klám þegar ég er ekki heima“

Kærastinn horfir á klám í leyni og veitir kærustu sinni …
Kærastinn horfir á klám í leyni og veitir kærustu sinni ekki nægilega athygli. mbl.is/ThinkstockPhotos

„Ég fór frá eiginmanni mínum af því kynlífið var svo leiðinlegt og í raun varla til. Síðan þá hef ég kynnst öðrum manni og á meðan kynlífið okkar var gott í einhvern tíma, þá hvarf það algjörlega þegar við fluttum inn saman. Ég þarf alltaf að taka fyrsta skrefið. Ég komst að því fyrir tilviljun að horfir á klám þegar ég er ekki heima. Mér væri alveg sama ef ekki væri fyrir það að við stundum ógeðslega leiðinlegt kynlíf. Hann snertir mig aldrei og fer aldrei niður á mig. Þetta er bara ég, ég, ég! Hvað á ég að gera? Ég er með mikla kynhvöt og ógeðslega óhamingjusöm,“ skrifar kona til Pameul Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

Connolly er með ráð á reiðum höndum líkt og vanalega.

„Pör þurfa að kenna hvort öðru hvernig þau vilja láta fullnægja sér. Allir eru mismunandi svo þú þarft að vera með nákvæmar lýsingar, og jafnvel að sýna honum, hvernig þú vilt að hann snerti þig. Ef þú leyfir honum alltaf að komast upp með að vera sjálfselskur, af hverju ætti hann þá að reyna að fullnægja þér? Hann getur ekki lesið hugsanir þínar, ekki frekar en fyrrverandi eiginmaður þinn. Taktu ábyrgð og láttu hann vita nákvæmlega hvað þú vilt. Leynilegt klámáhorf er gríðarlega algengt hjá körlum og konum og hefur vanalega ekki neikvæð áhrif á samband við maka nema ef það verður öfgakennt. En að ræða það gæti leitt til þess að þið skiljið þrár og þarfir hvors annars, sem gæti svo leitt af sér sjóðandi heitt kynlíf,“ skrifar Connolly.

mbl.is