Hvers vegna erfa dætur mínar ekki föður sinn?

Íslensk kona veltir fyrir sér hvers vegna dætur hennar erfa …
Íslensk kona veltir fyrir sér hvers vegna dætur hennar erfa ekki föður sinn. Unsplash

Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem er ósátt við að dætur hennar hafi verið gerðar arflausar. 

Sæl

Mig langar að spyrja um erfðarmàl. Dætur mínar misstu föður sinn fyrir nokkru. Hann àtti hluta í íbúð sem hann borgaði af àsamt bróðir sínum sem bjó með honum í íbúðinni. Àður en hann deyr skrifar hann og hin systkini hans íbúðina à bróðirinn sem býr með honum og gerir dætur sínar arflausar. Maðurinn var langt leiddur með krabbamein er hann gerði þennan samning. Hinn bróðirinn sem eftir situr í íbúðinni à enginn börn svo þà munu systkinin sem eftir lifa eða þeirra afkomendur erfa allt. Eiga dætur mínar engan rétt hérna?

Kveðja, IL

Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Sæl.

Dætur þínar eru skylduerfingjar föður síns samkvæmt íslenskum erfðalögum og taka arf eftir hann við andlát hans - en arfshluti erfingja miðast við þær eignir er til staðar voru á dánardægri.  Ef skilja á spurninguna þannig að hann hafi skömmu fyrir andlát sitt gefið bróður sínum hlut sinn í íbúðinni. Hvort unnt sé að vinda ofan af þeim gerningi þá gæti það reynst mjög örðugt þar sem hver einstaklingur hefur fullan ráðstöfunarrétt yfir eignum sínum í lifanda lífi. Það yrði þá að sýna fram á að slíkur gjörningur væri ógildur eða ógildanlegur.

Kveðja, 

Berglind Svavarsdóttir lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is