Er hægt að komast yfir það að missa barn?

Að missa barn sitt er án efa einn erfiðasti atburður í lífi fólks. Foreldrar sitja eftir með brostið hjarta og spurningar sem enginn getur svarað. Að missa barn breytir fólki til frambúðar. Í nýjasta þættinum af Missi í Sjónvarpi Símans er rætt við fólk sem hefur tekist á við þessa sorg og missi og lært að lifa upp á nýtt.

Jóna Dóra Karlsdóttir missti tvo syni sína af slysförum og lýsir því meðal annars í þættinum hversu ómetanlegt það var að hitta fjölskyldu sem hafði tekist á við sömu lífsreynslu og hvernig það breytti sýn hennar á framtíðina.

Þátturinn er sýndur í opinni dagskrá klukkan 20:35 í kvöld, öll þáttaröðin er nú þegar aðgengileg í Sjónvarpi Símans Premium.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál