Kærastan vill ekki vera í fjölkæru sambandi

Kærastann langar til að vera í fjölkæru sambandi en kærastan …
Kærastann langar til að vera í fjölkæru sambandi en kærastan er ekki opin fyrir því. Ljósmynd/Unsplash/Cottonbro

Karlmaður á þrítugsaldri langar til að vera í sambandi með fleira fólki en kærustunni sinni. Kærastan hans er hins vegar ekki hrifin af því og á erfitt með að kærastinn heillist af öðru fólki en henni. Hann leitaði ráða hjá ráðgjafa The Guardian, Pamelu Stephenson Connolly.

„Ég er karlmaður á þrítugsaldri og hef verið í góðu, stöðugu, einkvænissambandi með kærustunni síðan við vorum unglingar. Á meðan hún er meðvituð um að ég er tvíkynhneigður (sem hún virðist vera sátt við), þá tel ég sjálfan mig vera fjölkæran líka og finnst henni mun erfiðara að samþykkja það. Reglulega heillast ég kynferðislega og tilfinningalega að öðru fólki. Ég ræddi það einu sinni við hana til að reyna vera eins opinn við hana og ég get. Mig langaði að leggja áherslu á að þetta dregur ekki úr þeim tilfinningum sem ég ber til hennar. Upphaflega, og kannski skiljanlega, komst hún í mikið uppnám, en vildi vera áfram með mér svo lengi sem við værum hamingjusöm. En mér finnst ég ekki vera að lifa lífinu til fulls. Ég hef aldrei verið í alvarlegu sambandi eða stundað kynlíf með neinum öðrum en kærustu minni. Heimur skyndikynna og stefnumóta er mér hulinn. Mig langar til að hún upplifi að hún sé elsku og metin að verðleikum sínum, en mig langar í meira fyrir sjálfan mig líka. Ég veit ekki hvort ég eigi að upplifa græðgi, vanþakklæti og pirring, eða allt þetta saman.“

Merkimiðar hræða fólk, sérstaklega ef þú skilur ekki í hvað honum felst. Þið eru bæði komin stutt inn í ykkar kynferðislega ferðalag og því gæti verið gott fyrir ykkur að átta ykkur á því að þið eigið alla ævina eftir til að kanna og rannsaka. 

Skýr mörk eru nauðsynleg. Það væri til dæmis mjög gott ef þið mynduð bæði deila og segja frá því hvað þið upplifið í kynlífi og hvernig ykkur líður, en passið að gera það ekki á aggresífan hátt, og segið allt það jákvæða líka og tjáið ást ykkar fyrir hvoru öðru. Reyndu að segja frá tilfinningum þínum og hvernig þú upplifir sjálfan þig sem kynferu á einfaldan og skilmerkilegan hátt. Taktu fram að þó þú hafir uppgötvað það snemma hver kynhneigð þín er að þá geti verið merkingarlegur munur á því hvað þig dreymir um að gera og hvað þú sért tilbúinn að gera í raunveruleikanum. Þú skalt hvetja hana til að tjá tilfinningar sínar um það sem þú deilir, og hlustaðu á hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál