Heldur framhjá með giftri mágkonu sinni

Eiginmaður sem segist elska konuna sína á í ástarsambandi við …
Eiginmaður sem segist elska konuna sína á í ástarsambandi við systur hennar. mbl.is/Colourbox

„Þegar eiginkona mín hætti að hafa áhuga á kynlífi byrjaði ég að sofa hjá giftri systur hennar. Þú átt eftir að segja mér að það er rangt en ég hef ekki verið jafnhamingjusamur í mörg ár. Ég er 52 ára og eiginkona mín er 49 ára. Systir hennar er 46 ára. 

Í upphafi sambands okkar var kynlífið með eiginkonu minni mjög gott. En hún vinnur mjög mikið og hefur sett ferilinn í fyrsta sæti. Hún er alltaf of þreytt, of upptekin eða of stressuð. Ég reyndi allt til þess að gera sambandið betra. Ég eldaði, vaskaði upp, gerði te fyrir okkur og lét jafnvel renna í bað fyrir hana. Einu sinni fór ég með hana í rómantíska heilsulind yfir helgi. Þetta skipti ekki máli. Að lokum hættum við að elskast og við höfum ekki stundað kynlíf saman í þrjú ár,“ skrifaði maður sem heldur framhjá eiginkonu sinni og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

„Einn daginn hringdi systir hennar og konan mín var ekki heima. Ég endaði á því að segja henni hversu óhamingjusamur ég var og hún sagði mér að hún væri óhamingjusöm í sínu hjónabandi. Við byrjuðum að senda hvort öðru skilaboð og smám saman daðra hvort við annað. Að lokum gerðist hið óumflýjanlega. Síðastliðinn mánuð höfum við stundað kynlíf þegar konan mín er í vinnunni. Það er ástríðfullt og spennandi. Ég elska konuna mína en hún hefur engan áhuga á kynlífi og er það ekki betra að ég fái það einhver staðar annarsstaðar en að fara frá henni? Það er ekki eins og ég sé að stunda kynlíf með einhverri sem ég byrja með. Ég er að gera þetta fyrir hjónabandið. Það er jafnmikið í húfi hjá systur hennar, hún segir ekki neitt. Ég elska konuna mína og sannleikurinn er sá að ég vildi að ég væri að stunda kynlíf með henni. En ástandið er jafnmikið henni að kenna og mér.“

Maðurinn á í ástarsambandi við mágkonu sína.
Maðurinn á í ástarsambandi við mágkonu sína. mbl.is/Thinkstockphpotos

Ráðgjafinn skilur ekki alveg hvaða ráð maðurinn vill fá. Ráðgjafinn bendir á að hann segist vera hamingjusamur og segir að það sé eins og hann vilji fá blessun ráðgjafans yfir framhjáhaldinu við mágkonuna.

„Ég er ekki viss um að ég geti það. Á meðan ég dæmi þig ekki og get skilið hvernig þú komst í þessa stöðu þá held ég að allir endi í ástarsorg. Þegar framhjáhaldið kemst upp og að lokum gerist það – það gerist eiginlega alltaf, þá verður konan þín niðurbrotin. Hennar nánasta fólk hefur svikið hana. Ef þú vilt virkilega vera með konunni þinni skaltu binda enda á framhjáhaldið og byrjaðu að vinna í hjónabandinu. Segðu eiginkonu þinni að þú elskir hana og þú saknir nándarinnar.“

Maðurinn segir að hann hafi ekki stundað kynlíf með konunni …
Maðurinn segir að hann hafi ekki stundað kynlíf með konunni sinni í nokkur ár. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is