Sjö rauð flögg í stefnumótaheiminum

Rauðu flöggin eru ekki alltaf svona áberandi.
Rauðu flöggin eru ekki alltaf svona áberandi. Ljósmynd/Bernd Dittrich

Stefnumótaheimurinn er flókinn og það er margt sem þú þarft að taka eftir á stuttum tíma. Þegar fólk kynnist nýjum og spennandi einstaklingi, er auðvelt að einblína bara á það góða. Þó er mikilvægt að láta ekki viðvörunarbjöllurnar framhjá sér fara. Þær eru oft til staðar og það er mikilvægt að taka eftir þeim og hlusta á innsæið. Hér eru sjö rauð flögg sem ber að varast. Ef þú ert að hitta einhvern sem sýnir þessa hegðun eða ef núverandi maki hagar sér svona, er spurning um að endurskoða stöðuna. 

Vilja ekki setja stimpil á sambandið eftir að hafa verið að hittast í nokkra mánuði 

Í samfélagi okkar er oftast talað um að „deita“ eða „hittast“. Sumum virðist reynast erfitt að setja stimpil á sambandið sem þau eru í. Að færast úr því að vera hittast í að vera saman. Ástæðan fyrir þessu gæti verið sú að annar aðilinn sé að reyna halda möguleikum sínum opnum eða sé hugsanlega að hitta einhvern annan á sama tíma. Þó þarf þetta ekki að vera raunin. Sumir eiga erfitt með að skuldbinda sig og eru ekki tilbúnir að gefa sig alla í samband. Ef viðkomandi forðast umræður sem tengjast stöðunni á sambandi ykkar er líklegt að sá hinn sami sé ekki tilbúinn í samband.  

Setja þig ekki á samfélagsmiðla 

Þegar sambandið er nýtt er skiljanlegt að þið auglýsið það ekki strax. Eftir nokkra mánuði er einkennilegt ef þú ert hvergi sjáanleg(ur) á samfélagsmiðlum maka þíns. Þú ert ekki sýnileg(ur) á samfélagsmiðlum hjá makanum vegna þess að hann er ekki tilbúinn að sýna heiminum að hann sé með þér. Það gæti líka verið að hann haldi að þú verðir ekki í hans lífi lengi. Makinn gæti viljað halda möguleikum sínum opnum.  

Taka ekki frumkvæði að því að fara á stefnumót 

Það er enginn of upptekinn til að hitta þig. Sá sem vill hitta þig, býr til tíma. Ef þú ert alltaf sá/sú sem stingur upp á því að hittast, prófaðu að hætta því og sjáðu hvað gerist. Fólk forgangsraðar tímanum sínum eftir því sem því finnst mikilvægt.

Það er valdabarátta á milli ykkar

öfund, samband, rifrildi, skilnaður, rífast, hjón, par, afbrýðisemi
öfund, samband, rifrildi, skilnaður, rífast, hjón, par, afbrýðisemi Getty images

Fólk í samböndum á að styrkja hvort annað og vinna saman. Ykkur þarf að líða eins og þið séuð í sama liði. Afbrýðisemi og stjórnandi hegðun veldur valdamisvægi. Þetta getur valdið vanlíðan hjá báðum aðilum.  

Ekkert svigrúm til málamiðlunar 

Þú verður aldrei sammála öllu sem makinn þinn vill gera eða skoðunum hans. Málamiðlun snýst í raun um að standa á þínu en halda samt friðinn. Finna miðpunktinn og hittast þar. Ef þetta er vandamál í þínu sambandi, gæti verið að eitthvað annað sé undirliggjandi, sem veldur því að þú eða maki þinn geta ekki sýnt sveigjanleika. 

Vinum þínum og fjölskyldu er illa við viðkomandi 

Þetta er fólkið sem þekkir þig best. Ef þeim líkar ekki við þann sem þú ert að hitta, þá er nánast undantekningalaust góð og gild ástæða fyrir því. Það eiga ekki allir saman, sem er gott og blessað. Þó er ástæða til að skoða stöðuna ef fjölskylda og vinir upplifa maka þinn á neikvæðan hátt. Þeir sem eru í kringum þig, sjá hluti sem þú getur ekki séð eða vilt kannski ekki sjá. 

Annað ykkar er með leyndarmál 

Þú þarft ekki að segja þeim sem þú ert að hitta allt um þig. Stór leyndarmál valda hins vegar vandræðum. Þú hefur áhyggjur af því að upp komist um leyndarmálið þitt. Þetta veldur þeim sem heldur hlutum leyndum kvíða. Þegar upp kemur um leyndarmálið, getur það valdið þér og maka þínum vanlíðan og broti á trausti. 

framhjáhald, hjónaband, samband, par, vandamál, rifrildi, skilnaður, skilnað, rífast
framhjáhald, hjónaband, samband, par, vandamál, rifrildi, skilnaður, skilnað, rífast Ljósmynd/Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál