Hélt mér volgri í tíu ár - nú er hann með annarri

Það getur verið erfitt að horfast í augun við raunveruleikann …
Það getur verið erfitt að horfast í augun við raunveruleikann og sjá að kærastinn er glataður.

Kona leitar ráða eftir að hafa verið dregin á asnaeyrum árum saman af ástmanni sínum.

Við erum bæði á þrítugsaldri og höfum þekkst síðan í menntaskóla og alltaf liðið vel saman. Sambandið snerist um miklu meira en bara kynlíf, við áttum það til að spjalla klukkutímum saman. Hann vildi þó aldrei skuldbinda sig og kalla okkur kærustupar. 

Ég sannfærði mig um að við værum par að öllu öðru leyti. Ég trúi ekki að ég hafi verið svo vitlaus að sannfærast um að hann elskaði mig öll þessi ár. 

Fyrir þremur mánuðum varð hann allt í einu mjög fjarrænn og afskiptur. Hann vildi ekki lengur hitta mig og virtist forðast mig algjörlega. Svo sé ég það á samfélagsmiðlum að hann er trúlofaður.

Þá átta ég mig á því að hann langaði í langtímaskuldbindingu en bara ekki með mér.

Mér finnst ég hafa sóað mínum bestu árum. Var ég algjör kjáni?

Svar ráðgjafans:

Þetta er það besta sem gat komið fyrir þig. Þessi maður var aldrei að fara vera nógu góður fyrir þig. Þú átt skilið einhvern sem getur skuldbundið sig og setur þig í forgang.

Dag einn verður þú tilbúin til þess að fara aftur út á markaðinn. Þangað til skaltu byggja þig upp og hlúa að sjálfri þér.

mbl.is