Hvað gerist við skilnað ef húsið er skráð 40/60

Ralph Kayden/Unsplash

Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð að því hvað gerist varðandi fasteign ef hjón eru ekki skráð helmingseigendur heldur eru hlutföllin 40/60. 

Sæl Berglind. 

Húseign hjóna er skráð 40% á hana en 60 % á hann. Þau eru gift. Ef þau skilja eða annað fellur frá haldast þessi hlutföll við uppgjör bús þeirra? Við fráfall annars þeirra eiga þá börn úr fyrri hjónaböndum sama rétt til arfs ef húsið er selt?

Kveðja, 

GH

Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Góðan dag.

Samkvæmt hjúskaparlögum skiptast eignir hjóna í hjúskapareignir og séreignir. Meginreglan um eignir hjóna er að þær verða hjúskapareignir nema þær séu sérstaklega gerðar að séreignum. Við hjónaskilnað eða andlát er hreinni hjúskapareign hvors um sig skipt til helminga en séreignir koma hins vegar ekki til skipta, þær falla óskiptar í hlut þess maka sem þær eiga. Í spurningunni hér að ofan kemur ekki fram hvort um hjúskapareignir eða séreignir er að ræða. Við fráfall annars hjóna erfir eftirlifandi maki 1/3 og börn hins látna 2/3. Hafi húseign verið hjúskapareign hjónanna skiptist hún að jöfnu á milli þeirra og börn hins látna erfa síðan 2/3 hluta af hans hluta.  Hafi húseignin verið séreign hins látna að 40% eða 60% hluta erfa börnin þann hluta að 2/3.  

Með bestu kveðju, 

Berglind Svavarsdóttir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur póst HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál