„Nýi kærastinn minn hunsar mig“

Kærastinn hegðar sér undarlega.
Kærastinn hegðar sér undarlega. Ljósmynd/Thinkstockphotos

„Nýi kærastinn minn hunsar mig. Ég veit ekki hvort hann sé í alvöru upptekinn eða hann langar að hætta með mér. Ég er 23 ára og hann er 27 ára. Við töluðum saman á stefnumótasíðu og nokkrum vikum seinna hittumst við. Okkur kom frábærlega vel saman og enduðum á því kyssast. Við vörðum saman nóttinni þrátt fyrir að við svæfum ekki saman. Daginn eftir vorum við allan daginn saman og hann kyssti mig bless. Við ákváðum að hittast aftur næstu helgi. En síðan þá hef ég sent honum nokkur skilaboð og hann hefur ekki svarað mér. Helgin sem við áttum að hittast kom og fór. Þegar ég hélt að hann væri bara horfinn sendi hann mér skilaboð og sagðist vera mjög upptekinn. Ég veit ekki hvort hann sé að spila með mig,“ skrifar kona sem áttar sig ekki á kærastanum sínum. Hún leitaði því ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun. 

Ráðgjafanum finnst hegðun mannsins dónaleg þrátt fyrir að það geti vel verið að hann sé að segja sannleikann. 

„Ef þú getur ekki treyst á að hann standi við orð sín, eða hafi samband, er ólíklegt að þetta sé sambandið sem þú vilt. Kannski er betra að halda áfram með lífið og finna einhvern sem kemur fram við þig af meiri virðingu.“

Allt lék í lyndi fyrst um sinn.
Allt lék í lyndi fyrst um sinn. mbl.is/Colurbox
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda