Er á vanskilaskrá og hefur áhyggjur af giftingunni

Íslensk kona er á vanskilaskrá en hyggst ganga í hjónaband …
Íslensk kona er á vanskilaskrá en hyggst ganga í hjónaband á næsta ári. Andy Holmes/Unsplash

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér kemur spurning frá konu sem er á vanskilaskrá. Hún veltir fyrir sér hvort það hafi áhrif þegar hún gengur í hjónaband. 


Góðan dag.

Þannig er að ég og sambýlismaður minn erum að fara gifta okkur á næsta ári. Ég er hins vegar á vanskilskrá, hann ekki. Hann á íbúð og mig langar að vita hvort að gengið yrði á hans íbúð, þegar við erum gift. Sem ég vil alls ekki að gerist, eða er tekið tillit til þess að þetta sé hans eign, þó við gerum ekki kaupmála.

Kveðja, 

Ein áhyggjufull.

Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Sæl. 


Samkvæmt 10. kafla hjúskaparlaga, nr. 31/1993, ber hvort hjóna ábyrgð á þeim skuldbindingum sem á því hvíla hvort sem þær hafa stofnast fyrir hjúskapinn eða síðar. Þannig geta innheimtumenn ekki gengið að eignum eiginmanns þíns vegna þinna skulda.

Kær kveðja, 

Vala Valtýsdóttir lögmaður.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál