Hrædd um að missa sambandið við „vinnueiginmanninn“

Unsplash/Logan Weaver

Kona á besta aldri er hrædd um að hún muni sakna „vinnueiginmannsins“ síns þegar hún fer á eftirlaun. Hún leitaði ráða hjá ráðgjafa. 

Ég hef fimm daga vikunnar deilt skrifstofu og heimferðinni úr vinnunni síðastliðin 20 ár með manni sem við skulum kalla T. Hann kallar mig „vinnueiginkonu“ sína.

Hann á konu og börn en ég er fráskilin. Samband okkar minnir á systkinasamband og við höfum orðið mjög náin í gegnum árin. Við deilum ýmsu sem við myndum ekki segja okkar „raunverulegu“ vinum og vandamönnum og höfum eytt þó nokkrum hluta af lífi okkar saman.

Við hittumst aldrei utan vinnutíma, fyrir utan á vinnutengdum viðburðum, og höfum aldrei komið heim til hvors annars.

Þannig er mál með vexti að við förum bæði á eftirlaun í ár. Líkurnar á því að við hittumst aftur eru litlar þar sem samband okkar er ekki með þeim hætti.

Ég er viss um ég eigi eftir að sakna hans.

Eru með einhver ráð til að halda sambandinu eða ætti ég bara að sætta mig við að þetta sé hluti af því að fara á eftirlaun?

Svar ráðgjafans:

Ég ræddi við sálmeðferðarfræðing um þau nánu vináttubönd sem við getum myndað með vinnufélögum og öðrum sem við eyðum tíma með í ákveðnum aðstæðum. Ég spurði hann hvað gerist þegar slík sambönd slitna.

Vinnustaðurinn gefur okkur þá afsökun að mynda náin vináttubönd sem þyrfti líklega að útskýra nánar utan skrifstofunnar eða eru ómöguleg. Hann segir að það sé örugg leið til að verða náin einhverjum og að við séum í raun að vernda okkur með því að setja þessum vináttuböndum ákveðnar skorður. 

Það virðist vera sem svo að ákveðinn ótti kvikni um hvað myndi gerast ef viðkomandi reyndi að breyta slíku sambandi, til dæmis að færa það út fyrir vinnustaðinn.

Er hægt að viðhalda slíkri vináttu utan vinnustaðarins? Eflaust.
Það er að minnsta kosti þess virði að reyna á það því það hljómar eins og ykkur komi mjög vel saman. 

Spurningin er þó hvort að ykkur leyfist það. Mikið veltur á því hvað honum finnst og hvað eiginkonu hans finnst um sambandið. Þrátt fyrir að við búum í upplýstu samfélagi þar sem vinasamband á milli gagnkynhneigðs karlmanns og gagnkynhneigðrar konu er enn litið hornauga. Margt virðist velta á samfélagslegum venjum viðkomandi staðar.

Margt mun breytast þegar þú hættir að vinna og gott er að hugsa til þess að mögulega missir þú sambandið við þennan einstakling í kjölfarið. Þú virðist vera sátt við að vera að hætta að vinna og virðist eiga gott líf utan vinnunnar. Þetta er þó mikið breyting á lifnaðarháttum og þú mátt leyfa þér að finna aðeins fyrir því.

Þú gætir til dæmis stungið upp á því að hittast yfir hádegisverði þremur mánuðum eftir að þið hafið bæði farið á eftirlaun. Ef hann afþakkar boðið sárnar þér eflaust. Þú munt þó alla vega vita afstöðu hans. Ef hann þiggur boðið gæti það verið vísir að því að þetta sé eitthvað sem þið bæði viljið viðhalda. 

Þegar líður á gætir þú jafnvel verið aðilinn sem bakkar út úr sambandinu. Kannski getið þið ekki talað um neitt annað en fortíðina ef þið komið til með að hittast. Þetta gæti þó líka orðið að nýjum kafla í lífi ykkar. Hvernig sem þetta mun fara þá færðu svar þitt. Það er því þess virði að reyna á það.

Vertu hugrökk. 

The Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál