Bestu táknin til að daðra á netinu

Kannt þú að daðra með táknum?
Kannt þú að daðra með táknum? Ljósmynd/Unsplash

Það er vandræðalegt að daðra. Bæði í persónu og á netinu, en það er nauðsynlegt ef maður ætlar að reyna að næla sér í lífsförunaut eða hjásvæfu. En það þarf ekki bara að vera vandræðalegt, það getur líka verið gaman.

Þegar á samfélagsmiðla er komið geta málin flækst fyrir sumum, en fyrir aðra er það auðveldara. Smartland tók saman nokkur tákn (e. emoji) sem eru taldir vera þeir bestu til að nota þegar maður vill sýna einhverjum áhuga í gegnum spjall. 

Blikk karlinn 😉

Blikk-karlinn er hið klassíska merki um að það sé einhver spenna í gangi. Með honum getur þú athugað í hvað stefnir og hvort áhugi sé til staðar. Um leið og þú bætir blikk-karlinum við venjulega setningu breytirðu henni í smá daður.

Augun 👀

Augun segja svo margt. Það veit reyndar enginn nákvæmlega hvað þetta tiltekna tákn þýðir, en það gefur eitthvað til kynna, mögulega daður. 

Fjólublái púkinn 😈

Ef eitthvað tákn segir berum orðum: „Ég er að reyna við þig“, þá er það þetta tákn. Þó þú sért ekki að segja neitt sem er í raun og veru daður, þá þýðir þetta tákn það. Það gefur til kynna að það sé hlaupinn smá púki í þig.

Karlinn sem er rjóður í kinnum 😚

Þetta er öruggt tákn. Ef þú vilt ekki alveg 100% gefa til kynna að þú sért að daðra, en vilt opna möguleikann á því, þá er þetta þitt tákn. Hann er ekki alveg að senda koss, en samt smá. 

Krúttkallinn 🥺

Krúttkallinn er hægt að nota í margt og bæta við margar setningar. Hann er góð leið til að sýna að þú hafir áhuga, en samt ekki of mikinn. 

Glottarinn 😏

Glottarin getur komið þér langt. Hann skaltu nota ef þú ert að stinga upp á einhverju sniðugu, eða jafn vel að skora á manneskjuna sem þú ert að reyna við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál